Nissan lokar tímabundið í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2015 10:44 Við verksmiðju Nissan í Rússlandi. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur bætast í hóp þeirra sem annaðhvort loka alveg verksmiðjum sínum í Rússlandi eða tímabundið. Nú hefur Nissan bæst í þann hóp, en Nissan ætlar að loka verksmiðju sinni í Pétursborg milli dagsins í gær, 16. mars og til 31. mars. Sala Nissan bíla féll um 45% í febrúar í Rússlandi og heildarbílasalan þar um 38%. General Motors ætlar að loka mun lengur en Nissan í verksmiðju sinni í Rússlandi, eða í 8 vikur og hefst sú lokun seint í þessum mánuði. Nissan framleiðir bílana X-Trail, Murano, Teana og Pathfinder í Pétursborg. Nissan hefur engan veginn gefist upp á Rússlandsmarkaði og hefur að markmiði að tvöfalda framleiðslu sína þar á næstu árum. Það gæti þó farið eftir efnahagsástandinu hvort einhver grundvöllur sé fyrir slíkum áætlunum. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent
Fleiri og fleiri bílaframleiðendur bætast í hóp þeirra sem annaðhvort loka alveg verksmiðjum sínum í Rússlandi eða tímabundið. Nú hefur Nissan bæst í þann hóp, en Nissan ætlar að loka verksmiðju sinni í Pétursborg milli dagsins í gær, 16. mars og til 31. mars. Sala Nissan bíla féll um 45% í febrúar í Rússlandi og heildarbílasalan þar um 38%. General Motors ætlar að loka mun lengur en Nissan í verksmiðju sinni í Rússlandi, eða í 8 vikur og hefst sú lokun seint í þessum mánuði. Nissan framleiðir bílana X-Trail, Murano, Teana og Pathfinder í Pétursborg. Nissan hefur engan veginn gefist upp á Rússlandsmarkaði og hefur að markmiði að tvöfalda framleiðslu sína þar á næstu árum. Það gæti þó farið eftir efnahagsástandinu hvort einhver grundvöllur sé fyrir slíkum áætlunum.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent