Nissan lokar tímabundið í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2015 10:44 Við verksmiðju Nissan í Rússlandi. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur bætast í hóp þeirra sem annaðhvort loka alveg verksmiðjum sínum í Rússlandi eða tímabundið. Nú hefur Nissan bæst í þann hóp, en Nissan ætlar að loka verksmiðju sinni í Pétursborg milli dagsins í gær, 16. mars og til 31. mars. Sala Nissan bíla féll um 45% í febrúar í Rússlandi og heildarbílasalan þar um 38%. General Motors ætlar að loka mun lengur en Nissan í verksmiðju sinni í Rússlandi, eða í 8 vikur og hefst sú lokun seint í þessum mánuði. Nissan framleiðir bílana X-Trail, Murano, Teana og Pathfinder í Pétursborg. Nissan hefur engan veginn gefist upp á Rússlandsmarkaði og hefur að markmiði að tvöfalda framleiðslu sína þar á næstu árum. Það gæti þó farið eftir efnahagsástandinu hvort einhver grundvöllur sé fyrir slíkum áætlunum. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Fleiri og fleiri bílaframleiðendur bætast í hóp þeirra sem annaðhvort loka alveg verksmiðjum sínum í Rússlandi eða tímabundið. Nú hefur Nissan bæst í þann hóp, en Nissan ætlar að loka verksmiðju sinni í Pétursborg milli dagsins í gær, 16. mars og til 31. mars. Sala Nissan bíla féll um 45% í febrúar í Rússlandi og heildarbílasalan þar um 38%. General Motors ætlar að loka mun lengur en Nissan í verksmiðju sinni í Rússlandi, eða í 8 vikur og hefst sú lokun seint í þessum mánuði. Nissan framleiðir bílana X-Trail, Murano, Teana og Pathfinder í Pétursborg. Nissan hefur engan veginn gefist upp á Rússlandsmarkaði og hefur að markmiði að tvöfalda framleiðslu sína þar á næstu árum. Það gæti þó farið eftir efnahagsástandinu hvort einhver grundvöllur sé fyrir slíkum áætlunum.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira