Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2015 09:55 Skjáskot úr myndbandinu sem Þórarinn Jónsson birti. „Þetta blasti við mér á lóninu í morgun,“ segir Þórarinn Jónsson við myndband sem hann birtir í Fésbókarhópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á tíunda tímanum í morgun. Á myndbandinu má sjá tvo menn, líklega ferðamenn, á nærbuxum einum klæða. Gera þeir að leik sínum að ganga á ísnum og skemmta fólki sem situr og virðist eiga erfitt með að sitja kyrrt sökum hláturs. Vísir fjallaði í febrúar um eftirlitslaus börn sem hlupu um á ísnum við Jökulsárlón. Svo virðist sem það sé svo til daglegt brauð að erlendir ferðamenn komi sér eða börnum sínum í hættu á einum mest sótta ferðamannastað landsins. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ sagði leiðsögumaðurinn Owen Hunt í samtali við Vísi í febrúar. Hann stöðvaði meðal annars kínverska fjölskyldu á leið út á ísinn með lítið barn. „Fólk hefur spurt hvers vegna það sé ekki öryggisbátur hérna,“ sagði Owen við það tilefni. Heilbrigða skynsemi virðist víða ekki að finna. Engin leið væri að koma bát að renni fólk út í ískalt vatnið á milli jaka.„Heimskingjar verða alltaf til“ Líkt og sjá má á myndbandinu að ofan fara mennirnir tveir sér nokkuð hægt enda erfitt að fóta sig á ísnum. Leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun segir í umræðu um myndbandið að ekki sé hægt að koma fullkomlega í veg fyrir að heimskingjar drepi sig. „Eins og hefur komið oft fram hér á þessu svæði þá er einfaldlega ekki hægt að hafa vit fyrir öllum. Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til.“ Leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson hefur þó aðra skoðun á uppátæki þeirra. „Þau virðast skemmta sér vel. Ég sé ekkert að þessu. Sjálfsagt vita þau vel að vatnið er bæði kalt og djúpt.“Post by Thorarinn Jonsson. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 Fundu þrjá ferðamenn á hálendinu innan af Eyjafirði Þrír ferðamenn sem leitað hefur verið að á hálendinu innan af Eyjafirði eru fundnir, heilir á húfi. 25. febrúar 2015 23:57 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Ferðamenn eyddu tveimur milljörðum í skoðunarferðir Ferðamenn frá Noregi eyddu hæstu upphæðinni með greiðslukortum hér á landi í janúar. 26. febrúar 2015 11:18 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
„Þetta blasti við mér á lóninu í morgun,“ segir Þórarinn Jónsson við myndband sem hann birtir í Fésbókarhópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á tíunda tímanum í morgun. Á myndbandinu má sjá tvo menn, líklega ferðamenn, á nærbuxum einum klæða. Gera þeir að leik sínum að ganga á ísnum og skemmta fólki sem situr og virðist eiga erfitt með að sitja kyrrt sökum hláturs. Vísir fjallaði í febrúar um eftirlitslaus börn sem hlupu um á ísnum við Jökulsárlón. Svo virðist sem það sé svo til daglegt brauð að erlendir ferðamenn komi sér eða börnum sínum í hættu á einum mest sótta ferðamannastað landsins. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ sagði leiðsögumaðurinn Owen Hunt í samtali við Vísi í febrúar. Hann stöðvaði meðal annars kínverska fjölskyldu á leið út á ísinn með lítið barn. „Fólk hefur spurt hvers vegna það sé ekki öryggisbátur hérna,“ sagði Owen við það tilefni. Heilbrigða skynsemi virðist víða ekki að finna. Engin leið væri að koma bát að renni fólk út í ískalt vatnið á milli jaka.„Heimskingjar verða alltaf til“ Líkt og sjá má á myndbandinu að ofan fara mennirnir tveir sér nokkuð hægt enda erfitt að fóta sig á ísnum. Leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun segir í umræðu um myndbandið að ekki sé hægt að koma fullkomlega í veg fyrir að heimskingjar drepi sig. „Eins og hefur komið oft fram hér á þessu svæði þá er einfaldlega ekki hægt að hafa vit fyrir öllum. Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til.“ Leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson hefur þó aðra skoðun á uppátæki þeirra. „Þau virðast skemmta sér vel. Ég sé ekkert að þessu. Sjálfsagt vita þau vel að vatnið er bæði kalt og djúpt.“Post by Thorarinn Jonsson.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 Fundu þrjá ferðamenn á hálendinu innan af Eyjafirði Þrír ferðamenn sem leitað hefur verið að á hálendinu innan af Eyjafirði eru fundnir, heilir á húfi. 25. febrúar 2015 23:57 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Ferðamenn eyddu tveimur milljörðum í skoðunarferðir Ferðamenn frá Noregi eyddu hæstu upphæðinni með greiðslukortum hér á landi í janúar. 26. febrúar 2015 11:18 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35
Fundu þrjá ferðamenn á hálendinu innan af Eyjafirði Þrír ferðamenn sem leitað hefur verið að á hálendinu innan af Eyjafirði eru fundnir, heilir á húfi. 25. febrúar 2015 23:57
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57
Ferðamenn eyddu tveimur milljörðum í skoðunarferðir Ferðamenn frá Noregi eyddu hæstu upphæðinni með greiðslukortum hér á landi í janúar. 26. febrúar 2015 11:18