Sjálfakandi Audi frá San Francisco til New York Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2015 15:00 Audi SQ5 bíllinn sem aka mun þvert yfir Bandaríkin án ökumanns. Fyrirtækið Delphi Automotive er að leggja af stað eftir nokkra daga í lengstu ökuferð sem farin hefur verið á sjálfakandi bíl. Lagt verður af stað á Audi SQ5 bíl frá San Francisco til New York og er vegalengdin þar á milli er 5.633 kílómetrar. Ferðin hefst 22. mars og endar 3. apríl, en þann dag hefst bílasýningin í New York. Ekki er það nú svo að bíllinn verði alveg tómur á leiðinni, en tveir verkfræðingar munu sitja í bílnum, þó svo meiningin sé að þeir muni aldrei aka bílnum sjálfir. Með þessari ferð ætlar Delphi að safna frekari upplýsingum til þróunar á búnaði sínum fyrir sjálfakandi bíla. Delphi ætlar einnig að prófa öryggiskerfi frá Mobileye sem kemur í veg fyrir að hægt sé að aka á aðra bíla og tengist bremsubúnaði Audi bílsins. Delphi Automotive, sem áður var deild innan General Motors, vill meina að allir nýir bílar gætu verið með sjálfakandi búnaði árið 2020, jafnvel þó að flestir muni enn kjósa að aka bílum sínum sjálfir. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent
Fyrirtækið Delphi Automotive er að leggja af stað eftir nokkra daga í lengstu ökuferð sem farin hefur verið á sjálfakandi bíl. Lagt verður af stað á Audi SQ5 bíl frá San Francisco til New York og er vegalengdin þar á milli er 5.633 kílómetrar. Ferðin hefst 22. mars og endar 3. apríl, en þann dag hefst bílasýningin í New York. Ekki er það nú svo að bíllinn verði alveg tómur á leiðinni, en tveir verkfræðingar munu sitja í bílnum, þó svo meiningin sé að þeir muni aldrei aka bílnum sjálfir. Með þessari ferð ætlar Delphi að safna frekari upplýsingum til þróunar á búnaði sínum fyrir sjálfakandi bíla. Delphi ætlar einnig að prófa öryggiskerfi frá Mobileye sem kemur í veg fyrir að hægt sé að aka á aðra bíla og tengist bremsubúnaði Audi bílsins. Delphi Automotive, sem áður var deild innan General Motors, vill meina að allir nýir bílar gætu verið með sjálfakandi búnaði árið 2020, jafnvel þó að flestir muni enn kjósa að aka bílum sínum sjálfir.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent