Biðröð eftir 707 hestafla Dodge Challenger Hellcat Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2015 09:33 Dodge Challenger Hellcat setur öll 707 hestöflin niður á afturöxulinn. Ástin á hestöflum virðist síst þverrandi hjá Bandaríkjamönnum því biðröð hefur myndast eftir 707 hestafla kraftatröllunum Dodge Challenger og Dodge Charger. Það er í raun langt í frá að Dodge, sem er í eigu Chrysler, hafi undan að framleiða uppí pantanir á bílunum. Þar er nú verið að leita leiða til að auka framleiðsluna á bílunum svo kaupendur þurfi nú ekki að bíða heila eilífð eftir draumabílnum. Dodge Challenger Hellcat er líklega ódýrasti bíll í heimi sem skartar eins miklu hestaflastóði sem ríflega 700 hestöflum. Hann kostar 60.990 dollara, eða um 8,5 milljónir króna. Bíllinn er ekki nema 11,7 sekúndur að renna kvartmíluna með sinni 6,2 lítra V8 vél og 3,6 sekúndur í hundraðið. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Ástin á hestöflum virðist síst þverrandi hjá Bandaríkjamönnum því biðröð hefur myndast eftir 707 hestafla kraftatröllunum Dodge Challenger og Dodge Charger. Það er í raun langt í frá að Dodge, sem er í eigu Chrysler, hafi undan að framleiða uppí pantanir á bílunum. Þar er nú verið að leita leiða til að auka framleiðsluna á bílunum svo kaupendur þurfi nú ekki að bíða heila eilífð eftir draumabílnum. Dodge Challenger Hellcat er líklega ódýrasti bíll í heimi sem skartar eins miklu hestaflastóði sem ríflega 700 hestöflum. Hann kostar 60.990 dollara, eða um 8,5 milljónir króna. Bíllinn er ekki nema 11,7 sekúndur að renna kvartmíluna með sinni 6,2 lítra V8 vél og 3,6 sekúndur í hundraðið.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira