Körfubolti

John Wall í stuði fyrir Washington | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
John Wall gerði 31 stig fyrir Washington.
John Wall gerði 31 stig fyrir Washington. vísir/getty
Golden State vann sinn 52. annan leik í nótt þegar liðið sigraði New York Knicks á heimavelli. Ekki gengur jafn vel hjá Knicks því liðið hefur tapað 52 leikjum í vetur af 65 mögulegum. Tapið í nótt var í stærra kantinum, en lokatölur urðu 125-94 fyrir Golden State.

Klay Thompson skoraði 27 stig fyrir Golden State og Stephen Curry bætti við 25 stigum og ellefu stoðsendingum. Hjá Knicks var Andrea Bargnani atkvæðamestur með átján stig, en  hann tók einnig þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Leikmenn Utah hafa verið að spila vel að undanförnu, en Derrick Favors var stigahæstur hjá Utah með 26 stig. Hjá Detroit var Greg Monroe í aðalhlutverki; hann skoraði sextán stig og tók þrettá nfráköst.

Boston hefur verið á skriði og unnið fjóra af síðustu fjórum leikjum sínum, en liðið sigraði Indiana í spennuleik í nótt. George Hill gerði sér lítið fyrir og skilaði niður 30 stigum fyrir Indiana, en það dugði ekki til. Liðssigur hjá Boston, en þar var Tyler Zeller atkvæðamestur með átján stig.

John Wall henti niður 31 stigi þegar Washington vann Sacramento með mögnuðum fjórða leikhluta. Þeir unnu síðasta leikhlutann 29-12 og leikinn að endingu 113-97. DeMarcus Cousing gerði 30 stig fyrir Sacramento.

Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan, en einnig má þar finna myndbönd frá leikjunum í nótt.

Úrslit næturinnar:

Boston - Indiana 93-89

Sacramento - Washington 97-113

Brooklyn - Philadelphia 94-87

Milwaukee - Memphis 83-96

Detroit - Utah 85-88

New York Knicks - Golden State 94-125

John Wall gerði 31 stig: Topp 10 í nótt. 'Buzzer' frá Stephen Curry:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×