Alvaro Morata tryggði Juventus sigur gegn Palermo í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, 1-0. Með sigrinum náði Juventus 14 stiga forystu.
Palermo hafði einungis tapað einum leik á heimavelli, en Morata sem kom af bekknum skoraði eftir stoðsendingu frá Claudio Marchisio.
Juventus spilaði án Paul Pogba sem tók út leikbann og Andrea Pirlo sem er meiddur.
Með sigrinum náði Juventus fjórtán stiga forystu, en Roma getur minnkað bilið þegar Roma fær Sampdoria í heimsókn á mánudag.
Juventus mætir Dortmund á miðvikudaginn í síðari lek liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Juventus vann fyrri leikinn á Ítalíu 2-1.
Varamaðurinn Morata hetja Juventus
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir

Hrósuðu Alexander Rafni: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“
