Í dag náðist myndband af tveimur verkamönnum að störfum í Kópavogi en þeir virðast báðir eiga erfitt með að fóta sig. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði var gríðarlega hvasst í Kópavogi í morgun.
Eitt versta veður vetrarins hefur geisað yfir landið í dag. Ofsaveður hefur verið á stórum hluta landsins.