Eftir að lægir um tíma í kvöld, hvessir aftur í nótt frá krappri lægð sem spáð er skammt fyrir vestan land. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Útlit er fyrir meðalvind S- og SA 25-30 m/s frá því upp úr klukkan sex í fyrramálið og suðvestan- og vestanlands verður veðurhamurinn í hámarki á milli klukkan átta og tólf 8.
Eins verður mjög hvasst um norðanvert landið og eins á Austurlandi frá því í fyrramálið. Snarpir hnútar koma til með að standa af fjöllum, allt að 50-60 m/s, s.s undir Hafnarfjalli , norðanverðu Snæfellsnesi, sumstaðar á Vestfjörðum sem og norðanlands m.a. í Fljótum og víðar.
Greiðfært er um Hellisheiði, Þrengsli og Sandskeið. Hálkublettir eða hálka er víða á Suðurlandi. Þungfært er á efrihluta Landvegar.
Hálka og hálkublettir eru víða á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Flughálka er frá Súðavík að Ögur og í Dýrafirði, einnig er flughálka frá Kleifaheiði að Klettshálsi. Ófært er á Fróðárheiði og Hálfdáni.
Greiðfært eða hálkublettir á vegum á norðvesturlandi, þó er hálka á Þverárfjalli. Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á norðausturlandi en hálka á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og óveður.
Láglendisvegir á Austurlandi eru flestir greiðfærir en hálka er á Fagradal, Fjarðarheiði og Oddsskarði. Greiðfært er með Suðausturströndinni frá Reyðarfirði í Kvísker en hálkublettir eftir það vestur að Mýrdalssandi.
Vindhraði allt að sextíu metrum á sekúndu í hviðum
Stefán Árni Pálsson skrifar
