Irving setti flautuþrist og skoraði 57 stig í sigri á Spurs | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2015 07:00 Kyrie Irving og LeBron James fagna í nótt. vísir/epa Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers fór hamförum í nótt þegar hans menn lögðu NBA-meistara San Antonio Spurs á útivelli, 128-125, eftir framlengingu. Irving skoraði 57 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum. Hann hitti úr 20 af 32 skotum sínum fyrir utan og öllum sjö þriggja stiga skotunum sínum. Hreint ótrúleg frammistaða. Fyrir utan að skora eins og brjálæðingur tryggði hann sínum mönnum framlenginguna með ótrúlegu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Staðan eftir 48 mínútna leik, 110-110. Flautukarfa Irvings tryggir framlengingu: Cleveland hafði sigurinn með naumindum á endanum og heldur áfram að vinna körfuboltaleiki, en liðið hefur verið á miklum skriði að undanförnu. Það hefur unnið 23 af síðustu 28 leikjum sínum. LeBron James skoraði 31 stig fyrir Cleveland og tók 7 fráköst en aðrir skoruðu mun minna. Kevin Love skoraði ekki nema 8 stig og tók 5 fráköst. Hjá San Antonio var Tony Parker í stuði með 31 stig og þeir Danny Green og Kawhi Leonard skoruðu 24 stig hvor. Höfðinginn Tim Duncan átti flottan leik og bauð upp á myndarlega tvennu með 18 stigum og 11 fráköstum auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar. Cleveland er áfram í öðru sæti austursins með með 42 sigra og 25 töp. Það er enn níu og hálfum leik á eftir toppliði Atlanta sem verður ekki snert úr þessu. Spurs er í sjötta sæti vesturdeildarinnar. Irving fer á kostum og skorar 57 stig: Nóttin var ekkert sérstaklega góð fyrir bestu liðin í vestrinu því liðin í öðru og fjórða sæti, Memphis og Houston, töpuðu bæði. Memphis hafði reyndar ekki mikinn áhuga á að vinna Washington Wizards og hvíldi Marc Gasol, Zach Randolph, Mike Conley og Tony Allen. Washington vann auðveldan 20 stiga heimasigur, 107-87, þar sem Marcin Gortat skoraði 21 stig og John Wall 21 stig. Wall tók að auki 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Houston tapaði óvænt fyrir Utah Jazz á útivelli, 109-91, þar sem Gordon Hayward fór mikinn fyrir heimamenn og skoraði 29 stig. Miðherjinn Rudy Gobert var í ham undir körfunni og skoraði 19 stig og tók 22 fráköst.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 109-103 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 107-87 Utah Jazz - Houston Rockets 109-91 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 125-128 Los Angeles Lakers - New York Knicks 94-101Staðan í deildinni.Tim Duncan hreinsar til með iðnaðartroðslu: NBA Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers fór hamförum í nótt þegar hans menn lögðu NBA-meistara San Antonio Spurs á útivelli, 128-125, eftir framlengingu. Irving skoraði 57 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum. Hann hitti úr 20 af 32 skotum sínum fyrir utan og öllum sjö þriggja stiga skotunum sínum. Hreint ótrúleg frammistaða. Fyrir utan að skora eins og brjálæðingur tryggði hann sínum mönnum framlenginguna með ótrúlegu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Staðan eftir 48 mínútna leik, 110-110. Flautukarfa Irvings tryggir framlengingu: Cleveland hafði sigurinn með naumindum á endanum og heldur áfram að vinna körfuboltaleiki, en liðið hefur verið á miklum skriði að undanförnu. Það hefur unnið 23 af síðustu 28 leikjum sínum. LeBron James skoraði 31 stig fyrir Cleveland og tók 7 fráköst en aðrir skoruðu mun minna. Kevin Love skoraði ekki nema 8 stig og tók 5 fráköst. Hjá San Antonio var Tony Parker í stuði með 31 stig og þeir Danny Green og Kawhi Leonard skoruðu 24 stig hvor. Höfðinginn Tim Duncan átti flottan leik og bauð upp á myndarlega tvennu með 18 stigum og 11 fráköstum auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar. Cleveland er áfram í öðru sæti austursins með með 42 sigra og 25 töp. Það er enn níu og hálfum leik á eftir toppliði Atlanta sem verður ekki snert úr þessu. Spurs er í sjötta sæti vesturdeildarinnar. Irving fer á kostum og skorar 57 stig: Nóttin var ekkert sérstaklega góð fyrir bestu liðin í vestrinu því liðin í öðru og fjórða sæti, Memphis og Houston, töpuðu bæði. Memphis hafði reyndar ekki mikinn áhuga á að vinna Washington Wizards og hvíldi Marc Gasol, Zach Randolph, Mike Conley og Tony Allen. Washington vann auðveldan 20 stiga heimasigur, 107-87, þar sem Marcin Gortat skoraði 21 stig og John Wall 21 stig. Wall tók að auki 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Houston tapaði óvænt fyrir Utah Jazz á útivelli, 109-91, þar sem Gordon Hayward fór mikinn fyrir heimamenn og skoraði 29 stig. Miðherjinn Rudy Gobert var í ham undir körfunni og skoraði 19 stig og tók 22 fráköst.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 109-103 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 107-87 Utah Jazz - Houston Rockets 109-91 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 125-128 Los Angeles Lakers - New York Knicks 94-101Staðan í deildinni.Tim Duncan hreinsar til með iðnaðartroðslu:
NBA Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira