Bílasala í Rússlandi féll um 38% í febrúar Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2015 10:52 Salan í Lada bílum féll ekki eins mikið og hjá mörgum erlendum bílafyrirtækjum. Enn heldur bílasala í Rússlandi áfram að falla og nú sem aldrei fyrr. Febrúar var afar slæmur bílasölumánuður og minnkaði salan frá árinu í fyrra frá 206.526 bílum í 128.298 bíla, eða um 38%. Bílaframleiðendur fór misilla út úr þessum mánuði og til dæmis féll salan hjá PSA/peugeot-Citroën um 83% og um 78% hjá Gord og General Motors. Salan hjá Toyota féll um 37%, Volkswagen seldi 35% færri bíla, Lada 31% færri og Mercedes Benz 16% færri bíla. Hafa verður í huga að margir erlendir bílaframleiðendur hafa tekið bíla sína úr sölu í Rússlandi og sumir þeirra hafa hætt að framleiða bíla í Rússlandi. Skárri var staðan hjá systurfyrirtækjunum Hyundai og Kia en þar féll salan aðeins um 4,8% og 5,6%. AEB hefur spáð 24% minni sölu bíla í ár í Rússlandi en PriceWaterhousCoopers er svartsýnna og spáir 25-35% minni sölu í ár. Heildarminnkunin í ár eftir fyrstu tvo mánuðina er 32%. Því virðist spá PWC raunhæfari. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent
Enn heldur bílasala í Rússlandi áfram að falla og nú sem aldrei fyrr. Febrúar var afar slæmur bílasölumánuður og minnkaði salan frá árinu í fyrra frá 206.526 bílum í 128.298 bíla, eða um 38%. Bílaframleiðendur fór misilla út úr þessum mánuði og til dæmis féll salan hjá PSA/peugeot-Citroën um 83% og um 78% hjá Gord og General Motors. Salan hjá Toyota féll um 37%, Volkswagen seldi 35% færri bíla, Lada 31% færri og Mercedes Benz 16% færri bíla. Hafa verður í huga að margir erlendir bílaframleiðendur hafa tekið bíla sína úr sölu í Rússlandi og sumir þeirra hafa hætt að framleiða bíla í Rússlandi. Skárri var staðan hjá systurfyrirtækjunum Hyundai og Kia en þar féll salan aðeins um 4,8% og 5,6%. AEB hefur spáð 24% minni sölu bíla í ár í Rússlandi en PriceWaterhousCoopers er svartsýnna og spáir 25-35% minni sölu í ár. Heildarminnkunin í ár eftir fyrstu tvo mánuðina er 32%. Því virðist spá PWC raunhæfari.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent