Chris Paul átti stórleik í sigri á OKC | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2015 07:30 Chris Paul hefur spilað mjög vel í vetur. vísir/getty Oklahoma City Thunder féll úr áttunda sæti sæti vesturdeildar NBA í nótt þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Los Angeles Clippers 120-108. Liðið er nú hálfum leik á eftir New Orleans Pelicans í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni, en ljóst er að erfitt verður fyrir liðið að komast í úrslitakeppnina á meðan Kevin Durant er meiddur. Russell Westbrook hefur verið óstöðvandi að undanförnu og hann átti góðan leik í nótt, en það var leikstjórnandi Clippers, Chris Paul, sem stal senunni. Paul skoraði 33 stig og gaf 9 stoðsendingar og þá var DeAndre Jordan frábær undir körfunni með 18 stig og 17 fráköst. J.J. Redick skoraði 25 stig og tók 7 fráköst. Westbrook skoraði 24 stig fyrir OKC, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en Anthony Morrow kom inn af bekknum og var stigahæstur liðsins með 26 stig. Chris Paul fer á kostum: Golden State vann Detroit Pistons, 105-98, á heimavelli sínum í nótt og er nú búið að vinna 51 leik í deildinni. Það er búið að vinna jafnmarga leiki og liðið gerði í fyrra þegar enn eru 19 leikir eftir. Klay Thompson var stigahæstur toppliðsins í gær með 27 stig, en honum tókst í leiknum að skora 5.000 stigið sitt í NBA-deildinni. Stephen Curry leyfði Thompson að sjá um Detroit í gær en Curry var rólegur með 9 stig og 11 stoðsendingar. Andre Drummond skoraði mest fyrir gestina eða 22 stig. Curry finnur Barbosa með sendingu aftur fyrir bak: Toppliðið í austrinu, Atlanta Hawks, tapaði aftur á móti í nótt á útivelli gegn Denver Nuggets, 115-102. Þetta er áttundi heimasigur Denver í röð gegn Atlanta. Danilo Gallinari skoraði 23 stig fyrir heimamenn í Denver og Will Barton 16 stig en þriggja stiga skyttan Kyle Korver skoraði mest fyrir gestina eða 18 stig. Hann hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Þá komst Portland Trail Blazer upp fyrir Houston Rockets í þriðja sæti vesturins með fimm stiga heimasigri í baráttu liðanna við Kyrrahafið í nótt, 105-100. LaMarcus Aldridge átti stórleik fyrir heimamenn og skoraði 26 stig auk þess sem hann tók 14 fráköst og þá var Robin Lopez einnig öflugur undir körfunni ásamt Aldridge með 16 stig og 10 fráköst.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Sacramento Kings 106-113 Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 95-104 Boston Celtics - Memphis Grizzlies 95-92 Miami Heat - Brooklyn Nets 104-98 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 97-91 Oklahoma City Thunder - LA Clippers 108-120 Denver Nuggets - Atlanta Hawks 115-102 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 106-97 Golden State Warriors - Detroit Pistons 105-98 Portland Trail Blazers - Houston Rockets 105-100Staðan í deildinni.Josh Smith setur Chris Kaman á veggspjald: Mike Dunleavy skorar flautukörfu í þriðja leikluta: NBA Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Oklahoma City Thunder féll úr áttunda sæti sæti vesturdeildar NBA í nótt þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Los Angeles Clippers 120-108. Liðið er nú hálfum leik á eftir New Orleans Pelicans í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni, en ljóst er að erfitt verður fyrir liðið að komast í úrslitakeppnina á meðan Kevin Durant er meiddur. Russell Westbrook hefur verið óstöðvandi að undanförnu og hann átti góðan leik í nótt, en það var leikstjórnandi Clippers, Chris Paul, sem stal senunni. Paul skoraði 33 stig og gaf 9 stoðsendingar og þá var DeAndre Jordan frábær undir körfunni með 18 stig og 17 fráköst. J.J. Redick skoraði 25 stig og tók 7 fráköst. Westbrook skoraði 24 stig fyrir OKC, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en Anthony Morrow kom inn af bekknum og var stigahæstur liðsins með 26 stig. Chris Paul fer á kostum: Golden State vann Detroit Pistons, 105-98, á heimavelli sínum í nótt og er nú búið að vinna 51 leik í deildinni. Það er búið að vinna jafnmarga leiki og liðið gerði í fyrra þegar enn eru 19 leikir eftir. Klay Thompson var stigahæstur toppliðsins í gær með 27 stig, en honum tókst í leiknum að skora 5.000 stigið sitt í NBA-deildinni. Stephen Curry leyfði Thompson að sjá um Detroit í gær en Curry var rólegur með 9 stig og 11 stoðsendingar. Andre Drummond skoraði mest fyrir gestina eða 22 stig. Curry finnur Barbosa með sendingu aftur fyrir bak: Toppliðið í austrinu, Atlanta Hawks, tapaði aftur á móti í nótt á útivelli gegn Denver Nuggets, 115-102. Þetta er áttundi heimasigur Denver í röð gegn Atlanta. Danilo Gallinari skoraði 23 stig fyrir heimamenn í Denver og Will Barton 16 stig en þriggja stiga skyttan Kyle Korver skoraði mest fyrir gestina eða 18 stig. Hann hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Þá komst Portland Trail Blazer upp fyrir Houston Rockets í þriðja sæti vesturins með fimm stiga heimasigri í baráttu liðanna við Kyrrahafið í nótt, 105-100. LaMarcus Aldridge átti stórleik fyrir heimamenn og skoraði 26 stig auk þess sem hann tók 14 fráköst og þá var Robin Lopez einnig öflugur undir körfunni ásamt Aldridge með 16 stig og 10 fráköst.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Sacramento Kings 106-113 Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 95-104 Boston Celtics - Memphis Grizzlies 95-92 Miami Heat - Brooklyn Nets 104-98 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 97-91 Oklahoma City Thunder - LA Clippers 108-120 Denver Nuggets - Atlanta Hawks 115-102 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 106-97 Golden State Warriors - Detroit Pistons 105-98 Portland Trail Blazers - Houston Rockets 105-100Staðan í deildinni.Josh Smith setur Chris Kaman á veggspjald: Mike Dunleavy skorar flautukörfu í þriðja leikluta:
NBA Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira