Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2015 22:59 Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea. Vísir/AFP Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. Paris St-Germain jafnaði metin tvisvar manni færri og komast á endanum áfram í átta liða úrslitin á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Ég vil reyna halda ró minni og ræða við mína leikmenn af hverju við duttum út. Ég vil fá að vita hvernig þeim leið á vellinum og reyna að finna lausnir," sagði Jose Mourinho við Sky Sports eftir leikinn. „Frammistaða okkar var ekki nógu góð. Mótherjinn var sterkari en við og þeir réðu betur við pressuna. Það var meiri pressa á okkur að vinna af því að við vorum ellefu á móti tíu og þeir höfðu engu að tapa," sagði Jose Mourinho. „Við fengum á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum og það er erfitt að sætta sig við það. Á síðasta tímabili töpuðum við 3-1 og það var bara ein leið í boði. 1-1 voru hættuleg úrslit. Við reyndum að vinna en það var of mikil pressa á liðinu þegar við urðum manni fleiri," sagði Mourinho. „Það voru fáir í liðinu að spila nægilega vel og þeir voru líka að spila betur sem eitt lið. Þeir hafa ástæðu til fagna en það er ekki minn stíll að sparka í borð og hurðir eftir lélegan leik. Þá er tíminn til að vera rólegur og greina leik liðsins," sagði Mourinho. „Þeir voru grimmir og voru klókir eins og við köllum þetta á meginlandinu. Það er ekki talið vera klókt að spila svona á Englandi," sagði Mourinho. „Liðin frá meginlandinu eru betur tilbúin að ráða við sálfræðilega þáttinn í tengslum við svona leik," sagði Mourinho. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 15:59 David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. Paris St-Germain jafnaði metin tvisvar manni færri og komast á endanum áfram í átta liða úrslitin á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Ég vil reyna halda ró minni og ræða við mína leikmenn af hverju við duttum út. Ég vil fá að vita hvernig þeim leið á vellinum og reyna að finna lausnir," sagði Jose Mourinho við Sky Sports eftir leikinn. „Frammistaða okkar var ekki nógu góð. Mótherjinn var sterkari en við og þeir réðu betur við pressuna. Það var meiri pressa á okkur að vinna af því að við vorum ellefu á móti tíu og þeir höfðu engu að tapa," sagði Jose Mourinho. „Við fengum á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum og það er erfitt að sætta sig við það. Á síðasta tímabili töpuðum við 3-1 og það var bara ein leið í boði. 1-1 voru hættuleg úrslit. Við reyndum að vinna en það var of mikil pressa á liðinu þegar við urðum manni fleiri," sagði Mourinho. „Það voru fáir í liðinu að spila nægilega vel og þeir voru líka að spila betur sem eitt lið. Þeir hafa ástæðu til fagna en það er ekki minn stíll að sparka í borð og hurðir eftir lélegan leik. Þá er tíminn til að vera rólegur og greina leik liðsins," sagði Mourinho. „Þeir voru grimmir og voru klókir eins og við köllum þetta á meginlandinu. Það er ekki talið vera klókt að spila svona á Englandi," sagði Mourinho. „Liðin frá meginlandinu eru betur tilbúin að ráða við sálfræðilega þáttinn í tengslum við svona leik," sagði Mourinho.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 15:59 David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 15:59
David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40