„Þetta stórkostlegt fyrir alla, fyrir alla í PSG og fyrir alla í París. Við spiluðum frábæran leik og reyndum að vinna," sagði David Luiz við Sky Sports eftir leikinn.
„Ég er mjög ánægður með að komast áfram í næstu umferð en það er langur vegur framundan áður en við getum unnið Meistaradeildina. Við verðum að halda fótunum á jörðinni," sagði David Luiz.
„Ég er ekki lengur í Chelsea. PSG gaf mér frábært tækifæri til að halda ferlinum áfram. Ég var samt ánægður hjá Chelsea og ber virðingu fyrir öllum þar," sagði David Luiz.
David Luiz tryggði PSG framlengingu þegar hann jafnaði metin á 86. mínútu eða aðeins fimm mínútum eftir að Gary Cahill kom Chelsea í 1-0.
„Það var gott fyrir mig að skora í kvöld. Ég sagði við alla að ég myndi ekki fagna en tilfinningarnar tóku yfir og ég réð ekki við mig. Ég bið Chelsea afsökunar á því," sagði David Luiz.