Allt vitlaust á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar 11. mars 2015 11:30 Jimmy Graham mun spila með Seattle næstu árin. vísir/getty Leikmannamarkaður NFL-deildarinnar opnaði formlega í gærkvöldi og það gerði hann heldur betur með látum. Stærstu tíðindin voru þau að einn besti innherji deildarinnar, Jimmy Graham, fór mjög óvænt frá New Orleans Saints og til Seattle Seahawks. Í staðinn fékk Saints Max Unger og fyrsta valrétt Seattle í nýliðavalinu á þessu ári. Seattle fékk valrétt Saints í fjórðu umferð ásamt því að fá Graham. Seattle var að reyna að fá innherjann Julius Thomas frá Denver en hann endaði með því að fara til Jacksonville Jaguars. Í staðinn fór Owen Daniels til Denver frá Baltimore.Gore er kominn til Indianapolis.vísir/gettyÞetta er gríðarlegur styrkur fyrir Seattle en að sama skapi högg fyrir Saints enda hefur samvinna Graham og leikstjórnanda Saints, Drew Brees, verið stórkostleg síðustu ár. Brees var í losti er hann frétti af þessum skiptum í gær.Frank Gore, hlaupari San Francisco 49ers, ákvað að semja við Indianapolis Colts en Philadelphia vildi einnig fá hann. Colts er að byggja meistaralið og útherjinn Andre Johnson er væntanlega einnig á leið til félagsins. Tveir reyndir og öflugir kappar þar á ferð. Philadelphia Eagles hélt áfram að koma á óvart. Um daginn sendi liðið stjörnuhlauparann LeSean McCoy til Buffalo og útherjann Jeremy Maclin til Kansas. Í gær var komið að því að skipta um leikstjórnanda. Philadelphia sendi sinn leikstjórnanda, Nick Foles, til St. Louis Rams og í staðinn kom leikstjórnandi Rams, Sam Bradford, til Eagles. Margir skilja ekki alveg hvað Chip Kelly, þjálfari Eagles, er að gera.Marshall er orðinn leikmaður Jets.vísir/gettyBakvörður meistara New England, Darelle Revis, er aftur farinn til NY Jets. Hann var í herbúðum Jets frá 2007 til 2012 og er því kominn heim ef svo má segja. Útherjinn Percy Harvin er aftur á móti farinn frá Jets en í staðinn er kominn besti útherji Chicago Bears, Brandon Marshall. Áfall fyrir Birnina sem ætla að halda áfram að nota Jay Cutler sem leikstjórnanda. Þetta eru helstu skiptin það sem af er en mikið líf er á markaðnum eins og venjulega og örugglega eiga einhver fleiri óvænt skipti eftir að eiga sér stað. NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira
Leikmannamarkaður NFL-deildarinnar opnaði formlega í gærkvöldi og það gerði hann heldur betur með látum. Stærstu tíðindin voru þau að einn besti innherji deildarinnar, Jimmy Graham, fór mjög óvænt frá New Orleans Saints og til Seattle Seahawks. Í staðinn fékk Saints Max Unger og fyrsta valrétt Seattle í nýliðavalinu á þessu ári. Seattle fékk valrétt Saints í fjórðu umferð ásamt því að fá Graham. Seattle var að reyna að fá innherjann Julius Thomas frá Denver en hann endaði með því að fara til Jacksonville Jaguars. Í staðinn fór Owen Daniels til Denver frá Baltimore.Gore er kominn til Indianapolis.vísir/gettyÞetta er gríðarlegur styrkur fyrir Seattle en að sama skapi högg fyrir Saints enda hefur samvinna Graham og leikstjórnanda Saints, Drew Brees, verið stórkostleg síðustu ár. Brees var í losti er hann frétti af þessum skiptum í gær.Frank Gore, hlaupari San Francisco 49ers, ákvað að semja við Indianapolis Colts en Philadelphia vildi einnig fá hann. Colts er að byggja meistaralið og útherjinn Andre Johnson er væntanlega einnig á leið til félagsins. Tveir reyndir og öflugir kappar þar á ferð. Philadelphia Eagles hélt áfram að koma á óvart. Um daginn sendi liðið stjörnuhlauparann LeSean McCoy til Buffalo og útherjann Jeremy Maclin til Kansas. Í gær var komið að því að skipta um leikstjórnanda. Philadelphia sendi sinn leikstjórnanda, Nick Foles, til St. Louis Rams og í staðinn kom leikstjórnandi Rams, Sam Bradford, til Eagles. Margir skilja ekki alveg hvað Chip Kelly, þjálfari Eagles, er að gera.Marshall er orðinn leikmaður Jets.vísir/gettyBakvörður meistara New England, Darelle Revis, er aftur farinn til NY Jets. Hann var í herbúðum Jets frá 2007 til 2012 og er því kominn heim ef svo má segja. Útherjinn Percy Harvin er aftur á móti farinn frá Jets en í staðinn er kominn besti útherji Chicago Bears, Brandon Marshall. Áfall fyrir Birnina sem ætla að halda áfram að nota Jay Cutler sem leikstjórnanda. Þetta eru helstu skiptin það sem af er en mikið líf er á markaðnum eins og venjulega og örugglega eiga einhver fleiri óvænt skipti eftir að eiga sér stað.
NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira