Vel á annað hundrað bíla sitja fastir við Gullfoss og Geysi Bjarki Ármannsson skrifar 10. mars 2015 17:54 Um fimmtíu aðstoðarbeiðnir hafa borist á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/Jóhann K. Jóhannsson Talið er að á leið til og frá Gullfossi, Geysi og á Þingvöllum séu að minnsta kosti vel á annað hundrað bíla og rúta fastir vegna veðurs. Um 250 björgunarsveitamenn taka nú þátt í ófærðaraðstoð um land allt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Flestir hafa þurft aðstoð fyrir austan fjall og í uppsveitum Árnessýslu. Fjöldi bifreiða hefur setið fastur eða verið ekið út af vegi á Hellisheiði, í Þrengslum og á Lyngdalsheiði en að því er segir í tilkynningunni hefur vel gengið að aðstoða fólkið. Á Suðurnesjum hafa allar björgunarsveitir verið að störfum síðdegis. Þær aðstoða vegfarendur á Reykjanesbraut, ofan Keflavíkur, við Grindavík og Bláa Lónið svo eitthvað sé nefnt. Ekkert ferðaveður hefur verið á svæðinu í dag. Mikil ófærð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu og þar hafa um hundrað björgunarmenn sinnt um fimmtíu aðstoðarbeiðnum, langflestum vegna fastra bíla, oft margra á sama stað. Verkefnin hafa verið um alla borg en sem fyrr er ástandið verst í efri byggðum. Ófærð er einnig á Snæfellsnesi. Um tugur bíla, þar af einn flutningabíll, sat fastur við Kolgrafarfjörð og nokkrir til viðbótar innar. Björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Varmalandi aðstoðuðu bílstjóra í vanda á Mýrum, innan bæjar á Akranesi og víðar. Ekkert ferðaveður og afleitt skyggni var undir Hafnarfjalli, Akrafjalli og á Kjalarnesinu. Einnig eru fastir bílar á Holtavörðuheiði og Kleifarheiði. Snjóflóð hafa fallið við Stapana við Patreksfjörð og því er verið að skoða hvort öruggara sé að senda Hjálparsveitina Lómfell af Barðaströnd til aðstoðar frekar en Blakk af Patreksfirði. Á Blönduósi var björgunarsveitin kölluð út þegar þakplötur fuku af húsi í bænum. Veður Tengdar fréttir Samgöngur lamast: Reykjanesbrautin og Hellisheiðin lokaðar Búið er að loka veginum um Reykjanesbraut, Hellisheiði, Sandskeið, Þrengsli, Kjalarnes og Mosfellsheiði. Hálka og skafrenningur eru á Reykjanesbraut og á flestum öðrum leiðum á Reykjanesi og versnandi veður. 10. mars 2015 14:19 Börn örugg í skólum: Fara ekki heim nema í fylgd fullorðna Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu varðandi röskun á skólastarfi á höfuðborgarsvæðinu vegna veðurs. 10. mars 2015 15:45 Lögreglan: „Fólk á ekki að vera á ferðinni“ Hálka og ekkert ferðaveður segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. 10. mars 2015 15:56 Ökumaður á Reykjanesbraut: „Þú sérð varla næstu stiku fyrir framan þig“ Allar helstu leiðir úr höfuðborginni lokaðar. 10. mars 2015 15:33 Fylgstu með hvellinum „í beinni“ Nú upp úr hádegi er spáð að það hvessi verulega suðvestanlands og á að fara að snjóa fljótlega upp úr því. 10. mars 2015 11:42 Farþegar Easy Jet sitja fastir á Egilsstöðum Vélar frá Basel og Edinborg gátu ekki flogið til Keflavíkur vegna veðurs. 10. mars 2015 17:28 Mikil röskun á flugi vegna veðurs: „Fer ekkert á milli mála að þetta hefur verið mjög erfiður vetur“ Mikil seinkun er á vélum Icelandair frá Evrópu í dag auk þess sem flugfélagið hefur aflýst 12 ferðum. 10. mars 2015 13:10 Hviður allt að 55 metrum á sekúndu: „Einum gír ofar en venjulegur stormur“ „Veðurspáin er slæm og svona í verri kantinum,“ segir Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur hjá Belgingi, sem var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi veðurhorfurnar á næstu dögum. 10. mars 2015 10:12 Skólahaldi í FSU aflýst Boðið verður upp á aukaferðir með Strætó fyrir nemendur. 10. mars 2015 11:55 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
Talið er að á leið til og frá Gullfossi, Geysi og á Þingvöllum séu að minnsta kosti vel á annað hundrað bíla og rúta fastir vegna veðurs. Um 250 björgunarsveitamenn taka nú þátt í ófærðaraðstoð um land allt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Flestir hafa þurft aðstoð fyrir austan fjall og í uppsveitum Árnessýslu. Fjöldi bifreiða hefur setið fastur eða verið ekið út af vegi á Hellisheiði, í Þrengslum og á Lyngdalsheiði en að því er segir í tilkynningunni hefur vel gengið að aðstoða fólkið. Á Suðurnesjum hafa allar björgunarsveitir verið að störfum síðdegis. Þær aðstoða vegfarendur á Reykjanesbraut, ofan Keflavíkur, við Grindavík og Bláa Lónið svo eitthvað sé nefnt. Ekkert ferðaveður hefur verið á svæðinu í dag. Mikil ófærð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu og þar hafa um hundrað björgunarmenn sinnt um fimmtíu aðstoðarbeiðnum, langflestum vegna fastra bíla, oft margra á sama stað. Verkefnin hafa verið um alla borg en sem fyrr er ástandið verst í efri byggðum. Ófærð er einnig á Snæfellsnesi. Um tugur bíla, þar af einn flutningabíll, sat fastur við Kolgrafarfjörð og nokkrir til viðbótar innar. Björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Varmalandi aðstoðuðu bílstjóra í vanda á Mýrum, innan bæjar á Akranesi og víðar. Ekkert ferðaveður og afleitt skyggni var undir Hafnarfjalli, Akrafjalli og á Kjalarnesinu. Einnig eru fastir bílar á Holtavörðuheiði og Kleifarheiði. Snjóflóð hafa fallið við Stapana við Patreksfjörð og því er verið að skoða hvort öruggara sé að senda Hjálparsveitina Lómfell af Barðaströnd til aðstoðar frekar en Blakk af Patreksfirði. Á Blönduósi var björgunarsveitin kölluð út þegar þakplötur fuku af húsi í bænum.
Veður Tengdar fréttir Samgöngur lamast: Reykjanesbrautin og Hellisheiðin lokaðar Búið er að loka veginum um Reykjanesbraut, Hellisheiði, Sandskeið, Þrengsli, Kjalarnes og Mosfellsheiði. Hálka og skafrenningur eru á Reykjanesbraut og á flestum öðrum leiðum á Reykjanesi og versnandi veður. 10. mars 2015 14:19 Börn örugg í skólum: Fara ekki heim nema í fylgd fullorðna Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu varðandi röskun á skólastarfi á höfuðborgarsvæðinu vegna veðurs. 10. mars 2015 15:45 Lögreglan: „Fólk á ekki að vera á ferðinni“ Hálka og ekkert ferðaveður segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. 10. mars 2015 15:56 Ökumaður á Reykjanesbraut: „Þú sérð varla næstu stiku fyrir framan þig“ Allar helstu leiðir úr höfuðborginni lokaðar. 10. mars 2015 15:33 Fylgstu með hvellinum „í beinni“ Nú upp úr hádegi er spáð að það hvessi verulega suðvestanlands og á að fara að snjóa fljótlega upp úr því. 10. mars 2015 11:42 Farþegar Easy Jet sitja fastir á Egilsstöðum Vélar frá Basel og Edinborg gátu ekki flogið til Keflavíkur vegna veðurs. 10. mars 2015 17:28 Mikil röskun á flugi vegna veðurs: „Fer ekkert á milli mála að þetta hefur verið mjög erfiður vetur“ Mikil seinkun er á vélum Icelandair frá Evrópu í dag auk þess sem flugfélagið hefur aflýst 12 ferðum. 10. mars 2015 13:10 Hviður allt að 55 metrum á sekúndu: „Einum gír ofar en venjulegur stormur“ „Veðurspáin er slæm og svona í verri kantinum,“ segir Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur hjá Belgingi, sem var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi veðurhorfurnar á næstu dögum. 10. mars 2015 10:12 Skólahaldi í FSU aflýst Boðið verður upp á aukaferðir með Strætó fyrir nemendur. 10. mars 2015 11:55 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
Samgöngur lamast: Reykjanesbrautin og Hellisheiðin lokaðar Búið er að loka veginum um Reykjanesbraut, Hellisheiði, Sandskeið, Þrengsli, Kjalarnes og Mosfellsheiði. Hálka og skafrenningur eru á Reykjanesbraut og á flestum öðrum leiðum á Reykjanesi og versnandi veður. 10. mars 2015 14:19
Börn örugg í skólum: Fara ekki heim nema í fylgd fullorðna Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu varðandi röskun á skólastarfi á höfuðborgarsvæðinu vegna veðurs. 10. mars 2015 15:45
Lögreglan: „Fólk á ekki að vera á ferðinni“ Hálka og ekkert ferðaveður segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. 10. mars 2015 15:56
Ökumaður á Reykjanesbraut: „Þú sérð varla næstu stiku fyrir framan þig“ Allar helstu leiðir úr höfuðborginni lokaðar. 10. mars 2015 15:33
Fylgstu með hvellinum „í beinni“ Nú upp úr hádegi er spáð að það hvessi verulega suðvestanlands og á að fara að snjóa fljótlega upp úr því. 10. mars 2015 11:42
Farþegar Easy Jet sitja fastir á Egilsstöðum Vélar frá Basel og Edinborg gátu ekki flogið til Keflavíkur vegna veðurs. 10. mars 2015 17:28
Mikil röskun á flugi vegna veðurs: „Fer ekkert á milli mála að þetta hefur verið mjög erfiður vetur“ Mikil seinkun er á vélum Icelandair frá Evrópu í dag auk þess sem flugfélagið hefur aflýst 12 ferðum. 10. mars 2015 13:10
Hviður allt að 55 metrum á sekúndu: „Einum gír ofar en venjulegur stormur“ „Veðurspáin er slæm og svona í verri kantinum,“ segir Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur hjá Belgingi, sem var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi veðurhorfurnar á næstu dögum. 10. mars 2015 10:12