Elvar Már spilar næsta leik en líklega ekkert í úrslitakeppninni Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2015 13:30 Elvar Már Friðriksson í leiknum með Njarðvík í gær. mynd/víkurfréttir Elvar Már Friðriksson sneri óvænt aftur í lið Njarðvíkur í gærkvöldi þegar liðið vann Stjörnuna, 101-88, í næstsíðustu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Elvar Már stundar nám við og spilar með LIU Brooklyn-háskólanum, en tímabilinu þar lauk í febrúar þegar liðið féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppni NEC-deildarinnar. „Það var ekkert smá skemmtilegt að koma aftur á gamla heimavöllinn. Ég vildi bara koma og gera allt sem ég gat, gefa liðinu orku og kraft,“ sagði Elvar Már við Vísi eftir leikinn í gærkvöldi. Hann skoraði tíu stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar, en Stefan Bonneau stal senunni með 41 stigi, níu stoðsendingum og átta fráköstum. Sigurinn tryggði Njarðvík heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er í þriðja sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir og getur með sigri í lokaumferðinni gegn Þór í Þorlákshöfn tryggt sér þriðja sætið. „Ég tek næsta leik og svo fer ég bara aftur út,“ sagði Elvar við Vísi í gær, en það eykur líkur Njarðvíkurliðsins á sigri og þriðja sætinu. Tapi Njarðvík aftur á móti gegn Þór og Haukar vinna Keflavík í lokaumferðinni komast Haukarnir upp fyrir Njarðvík í þriðja sætið. Það er þó algjörlega ljóst að Njarðvík er komið í úrslitakeppnina og verður þar með heimaleikjarétt í fyrstu umferð. Elvar Már verður þó nær örugglega ekki með liðinu í úrslitakeppninni. „Mér finnst afar ólíklegt að ég taki úrslitakeppnina. Ég þarf að klára skólann. Ég hef misst mikið úr af því að við höfum verið að ferðast mikið. Þannig að ég held að það sé mjög ólíklegt. En það yrði mjög gaman,“ sagði Elvar Már Friðriksson við Vísi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr: Martin spilar ekki með KR KR-ingar fara ekki sömu leið og Njarðvíkingar og nýta sér liðsstyrk frá Brooklyn. 9. mars 2015 15:45 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sjá meira
Elvar Már Friðriksson sneri óvænt aftur í lið Njarðvíkur í gærkvöldi þegar liðið vann Stjörnuna, 101-88, í næstsíðustu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Elvar Már stundar nám við og spilar með LIU Brooklyn-háskólanum, en tímabilinu þar lauk í febrúar þegar liðið féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppni NEC-deildarinnar. „Það var ekkert smá skemmtilegt að koma aftur á gamla heimavöllinn. Ég vildi bara koma og gera allt sem ég gat, gefa liðinu orku og kraft,“ sagði Elvar Már við Vísi eftir leikinn í gærkvöldi. Hann skoraði tíu stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar, en Stefan Bonneau stal senunni með 41 stigi, níu stoðsendingum og átta fráköstum. Sigurinn tryggði Njarðvík heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er í þriðja sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir og getur með sigri í lokaumferðinni gegn Þór í Þorlákshöfn tryggt sér þriðja sætið. „Ég tek næsta leik og svo fer ég bara aftur út,“ sagði Elvar við Vísi í gær, en það eykur líkur Njarðvíkurliðsins á sigri og þriðja sætinu. Tapi Njarðvík aftur á móti gegn Þór og Haukar vinna Keflavík í lokaumferðinni komast Haukarnir upp fyrir Njarðvík í þriðja sætið. Það er þó algjörlega ljóst að Njarðvík er komið í úrslitakeppnina og verður þar með heimaleikjarétt í fyrstu umferð. Elvar Már verður þó nær örugglega ekki með liðinu í úrslitakeppninni. „Mér finnst afar ólíklegt að ég taki úrslitakeppnina. Ég þarf að klára skólann. Ég hef misst mikið úr af því að við höfum verið að ferðast mikið. Þannig að ég held að það sé mjög ólíklegt. En það yrði mjög gaman,“ sagði Elvar Már Friðriksson við Vísi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr: Martin spilar ekki með KR KR-ingar fara ekki sömu leið og Njarðvíkingar og nýta sér liðsstyrk frá Brooklyn. 9. mars 2015 15:45 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sjá meira
Finnur Freyr: Martin spilar ekki með KR KR-ingar fara ekki sömu leið og Njarðvíkingar og nýta sér liðsstyrk frá Brooklyn. 9. mars 2015 15:45