Golden State unnið öll lið deildarinnar í vetur | Myndbönd Anton Ingi Leifsson skrifar 28. mars 2015 10:55 Stephen Curry í sokkabuxunum í nótt. vísir/getty Golden State Warriors vann sinn áttunda leik í röð í nótt þegar liðið lagði Memphis að velli, en með sigrinum eru Warriors búnir að vinna öll lið deildarinnar í vetur. Stephen Curry var í banastuði fyrir Golden State, en hann skoraði 38 stig í 59. sigri Warriors í vetur. Hjá Memphis voru það Jeff Green og Mike Conley sem voru stigahæstir með sextán stig hvor. Afleitt gengi New York Knicks heldur áfram í NBA-körfuboltanum, en liðið tapaði enn einum leiknum í nótt. Þá tapaði liðið fyrir Boston á heimavelli, en lokatölur urðu 96-92, Boston í vil. Andrea Bargnani var oftar sem áður stigahæstur hjá Knicks, en hann skoraði 25 stig. Isaiah Thomas gerði átján fyrir Boston. Knicks hefur gengið afleitlega í deildinni í vetur og hefur tapað 59 leikjum, en liðið hefur einungis unnið fjórtán. Gengið hefur verið mun betra hjá Boston sem er með 32 sigra og 40 tapleiki í vetur. Það var heldur betur spenna í Washington í nótt þegar Charlotte var í heimsókn. Tvíframlengja þurfti leikinn, en á endanum unnu heimamenn í Washington þriggja stiga sigur, 110-107. Al Jefferson var heldur betur í stuði fyrir Charlotte og gerði 31 stig, en John Wall gerði betur og skoraði einu stigi meira, eða 32 stig. Atlanta er á leið í úrslitakeppnina, en þeir sigruðu Miami á heimavelli í nótt með þrettán stigum, 99-86. Loul Deng var atkvæaðmestur hjá Miami með sautján stig og tíu fráköst, DeMarre Carroll gerði 24 stig fyrir Atlanta. Annar sigur Atlanta Hawks í röð sem hafa leikið á alls oddi og unnið 55 leiki og einungis tapað sautján. Cleveland, sem hefur spilað liða best í sinni deild í vetur, tapað nokkuð óvænt fyrir Brooklyn á útivelli í kvöld, 106-98. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Cleveland með 26 stig, en hjá Brooklyn voru þeir Brook Lopez og Joe Johnson atkvæðamestir með 20 stig. LeBron james skoraði 24 stig og tók níu fráköst í leiknum, en Cleveland er þó öruggt í úrslitakeppnina. Öll önnur úrslit næturinnar sem og skemmtileg myndbönd frá finna hér neðar í fréttinni.Úrslit næturinnar: Detroit - Orlando 111-97 LA Clippers - Philadelphia 119-98 Charlotte - Washington 107-110 Miami - Atlanta 86-99 Cleveland - Brooklyn 98-106 Boston - New York 96-92 LA Lakers - Toronto 83-94 Sacramento - New Orleans 88-102 Minnesota - Houston 110-120 Golden State - Memphis 107-84 Dallas - San Antonio 76-94 Utah - Denver 91-107 Portland - Phoenix 87-81Curry í stuði: Alvöru flug og alvöru troðsla: Topp 10-spil næturinnar: NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Golden State Warriors vann sinn áttunda leik í röð í nótt þegar liðið lagði Memphis að velli, en með sigrinum eru Warriors búnir að vinna öll lið deildarinnar í vetur. Stephen Curry var í banastuði fyrir Golden State, en hann skoraði 38 stig í 59. sigri Warriors í vetur. Hjá Memphis voru það Jeff Green og Mike Conley sem voru stigahæstir með sextán stig hvor. Afleitt gengi New York Knicks heldur áfram í NBA-körfuboltanum, en liðið tapaði enn einum leiknum í nótt. Þá tapaði liðið fyrir Boston á heimavelli, en lokatölur urðu 96-92, Boston í vil. Andrea Bargnani var oftar sem áður stigahæstur hjá Knicks, en hann skoraði 25 stig. Isaiah Thomas gerði átján fyrir Boston. Knicks hefur gengið afleitlega í deildinni í vetur og hefur tapað 59 leikjum, en liðið hefur einungis unnið fjórtán. Gengið hefur verið mun betra hjá Boston sem er með 32 sigra og 40 tapleiki í vetur. Það var heldur betur spenna í Washington í nótt þegar Charlotte var í heimsókn. Tvíframlengja þurfti leikinn, en á endanum unnu heimamenn í Washington þriggja stiga sigur, 110-107. Al Jefferson var heldur betur í stuði fyrir Charlotte og gerði 31 stig, en John Wall gerði betur og skoraði einu stigi meira, eða 32 stig. Atlanta er á leið í úrslitakeppnina, en þeir sigruðu Miami á heimavelli í nótt með þrettán stigum, 99-86. Loul Deng var atkvæaðmestur hjá Miami með sautján stig og tíu fráköst, DeMarre Carroll gerði 24 stig fyrir Atlanta. Annar sigur Atlanta Hawks í röð sem hafa leikið á alls oddi og unnið 55 leiki og einungis tapað sautján. Cleveland, sem hefur spilað liða best í sinni deild í vetur, tapað nokkuð óvænt fyrir Brooklyn á útivelli í kvöld, 106-98. Kyrie Irving var stigahæstur hjá Cleveland með 26 stig, en hjá Brooklyn voru þeir Brook Lopez og Joe Johnson atkvæðamestir með 20 stig. LeBron james skoraði 24 stig og tók níu fráköst í leiknum, en Cleveland er þó öruggt í úrslitakeppnina. Öll önnur úrslit næturinnar sem og skemmtileg myndbönd frá finna hér neðar í fréttinni.Úrslit næturinnar: Detroit - Orlando 111-97 LA Clippers - Philadelphia 119-98 Charlotte - Washington 107-110 Miami - Atlanta 86-99 Cleveland - Brooklyn 98-106 Boston - New York 96-92 LA Lakers - Toronto 83-94 Sacramento - New Orleans 88-102 Minnesota - Houston 110-120 Golden State - Memphis 107-84 Dallas - San Antonio 76-94 Utah - Denver 91-107 Portland - Phoenix 87-81Curry í stuði: Alvöru flug og alvöru troðsla: Topp 10-spil næturinnar:
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira