Flugmenn koma Lubitz til varnar Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2015 10:06 Leitarmenn leita flugrita vélarinnar, sem inniheldur gögn um stjórnkerfi vélarinnar, stefnu, hæð og fleira. Vísir/EPA Flugmenn víða um heim hafa komið Andreas Lubitz til varnar síðan því var haldið fram að hann hefði flogið Germanwings-vélinni vísvitandi á fjall í Ölpunum. Rannsakendur tilkynntu í gær að hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum sýndu fram á að Lubitz hefði læst flugstjórann úr klefanum og lækkað flugið. Þeir segja að á upptökunum heyrist andardráttur Lubitz og að flugstjórinn biðji hann um að hleypa sér inn. Þá reyndi flugstjórinn að brjóta niður hurðina með öllu sem hann gat og meðal annars exi. Á síðustu mínútu upptökunnar heyrast hróp og öskur farþega vélarinnar þegar þau áttuðu sig á því hvað væri að gerast. Vélin lenti í mjög brattri fjallshlíð á um 700 kílómetra hraða.Sjá einnig: Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi. Samband atvinnuflugmanna í Þýskalands segir að ótímabært sé að draga slíkar ályktanir fyrr en hinn svarti kassinn finnst. Hann inniheldur tæknilegar upplýsingar um stjórnkerfi vélarinnar, stefnu, hæð og fleiri atriði.Hér má sjá upplýsingar um báða flugrita vélarinnar.Vísir/Graphic News„Við eigum ekki að draga ályktanir af takmörkuðum gögnum,“ er haft eftir Ilja Schulz, formanni sambandsins á vef Independent. „Ástæða þessa harmleiks verður eingöngu ljós þegar öll gögn hafa verið skoðuð af gaumgæfni. Flugfélög víða um heim breyttu reglum sínum í gær á þá leið að aldrei ættu að vera færri en tveir aðilar í flugstjórnarklefum flugvéla. Þannig hafa reglurnar verið lengi í Bandaríkjunum. Þýskir flugmenn segja að löggjafar í Evrópu ættu að bíða aðeins með slíkar breytingar og taka ákvarðanir um þær þegar öll gögn hafa litið dagsins ljós og rannsókn sé lokið. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“ Aðstoðarflugmanninum sem talið er að hafi flogið viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum, og þannig banað sjálfum sér og 149 öðrum, er lýst sem indælum manni. 26. mars 2015 21:53 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Kafa djúpt í líf Lubitz Þýska lögreglan hefur hafið viðamikla rannsókn á lífi Andreasar Lubitz, aðstoðarflugmanni German Wings sem flaug Airbus þotu af ráðnum hug á fjallshlíð í Ölpunum. 27. mars 2015 07:21 Germanwings fjarlægir auglýsingar í London "Búðu þig undir að láta koma þér á óvart“ stendur á auglýsingunum Germanwings í neðanjarðarlestarkerfinu í London. 27. mars 2015 09:49 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Flugmenn víða um heim hafa komið Andreas Lubitz til varnar síðan því var haldið fram að hann hefði flogið Germanwings-vélinni vísvitandi á fjall í Ölpunum. Rannsakendur tilkynntu í gær að hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum sýndu fram á að Lubitz hefði læst flugstjórann úr klefanum og lækkað flugið. Þeir segja að á upptökunum heyrist andardráttur Lubitz og að flugstjórinn biðji hann um að hleypa sér inn. Þá reyndi flugstjórinn að brjóta niður hurðina með öllu sem hann gat og meðal annars exi. Á síðustu mínútu upptökunnar heyrast hróp og öskur farþega vélarinnar þegar þau áttuðu sig á því hvað væri að gerast. Vélin lenti í mjög brattri fjallshlíð á um 700 kílómetra hraða.Sjá einnig: Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi. Samband atvinnuflugmanna í Þýskalands segir að ótímabært sé að draga slíkar ályktanir fyrr en hinn svarti kassinn finnst. Hann inniheldur tæknilegar upplýsingar um stjórnkerfi vélarinnar, stefnu, hæð og fleiri atriði.Hér má sjá upplýsingar um báða flugrita vélarinnar.Vísir/Graphic News„Við eigum ekki að draga ályktanir af takmörkuðum gögnum,“ er haft eftir Ilja Schulz, formanni sambandsins á vef Independent. „Ástæða þessa harmleiks verður eingöngu ljós þegar öll gögn hafa verið skoðuð af gaumgæfni. Flugfélög víða um heim breyttu reglum sínum í gær á þá leið að aldrei ættu að vera færri en tveir aðilar í flugstjórnarklefum flugvéla. Þannig hafa reglurnar verið lengi í Bandaríkjunum. Þýskir flugmenn segja að löggjafar í Evrópu ættu að bíða aðeins með slíkar breytingar og taka ákvarðanir um þær þegar öll gögn hafa litið dagsins ljós og rannsókn sé lokið.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“ Aðstoðarflugmanninum sem talið er að hafi flogið viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum, og þannig banað sjálfum sér og 149 öðrum, er lýst sem indælum manni. 26. mars 2015 21:53 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Kafa djúpt í líf Lubitz Þýska lögreglan hefur hafið viðamikla rannsókn á lífi Andreasar Lubitz, aðstoðarflugmanni German Wings sem flaug Airbus þotu af ráðnum hug á fjallshlíð í Ölpunum. 27. mars 2015 07:21 Germanwings fjarlægir auglýsingar í London "Búðu þig undir að láta koma þér á óvart“ stendur á auglýsingunum Germanwings í neðanjarðarlestarkerfinu í London. 27. mars 2015 09:49 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44
Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“ Aðstoðarflugmanninum sem talið er að hafi flogið viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum, og þannig banað sjálfum sér og 149 öðrum, er lýst sem indælum manni. 26. mars 2015 21:53
Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35
Kafa djúpt í líf Lubitz Þýska lögreglan hefur hafið viðamikla rannsókn á lífi Andreasar Lubitz, aðstoðarflugmanni German Wings sem flaug Airbus þotu af ráðnum hug á fjallshlíð í Ölpunum. 27. mars 2015 07:21
Germanwings fjarlægir auglýsingar í London "Búðu þig undir að láta koma þér á óvart“ stendur á auglýsingunum Germanwings í neðanjarðarlestarkerfinu í London. 27. mars 2015 09:49