FYRSTA TÖLUBLAÐ GLAMOUR KOMIÐ ÚT Ritstjórn Glamour skrifar 27. mars 2015 06:30 Fyrsta tölublað Glamour er komið í verslanir. Fyrstu forsíðuna prýðir sænska ofurfyrirsætan Caroline Winberg í fötum frá JÖR og A Détacher. Meðal þess sem er að finna í blaðinu, sem er 194 blaðsíður að lengd, eru tískuþættir eftir Silju Magg, stór umfjöllun um transfólk, kynlífsdagbók íslensks pars og grein eftir pistlahöfund Glamour, Tyrfing Tyrfingsson. Þá er í blaðinu viðtal við ofurfyrirsætuna Christy Turlington sem birtist fyrst í íslenska Glamour, viðtal við Sólveigu Káradóttur um fatamerkið Galvin, matarkafli, sem Oddný Magnadóttir heldur utan um, ráðleggingar um sambandsleiða frá sálfræðingi Glamour, Hörpu Katrínu Gísladóttur og svo mætti lengi telja. Ferðakafli, 10 áhrifavaldar í lífi Lenu Dunham, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Dóri DNA skiptast á skoðunum, innlit til Indíu Salvarar Menuez og prófíll um FKA Twigs, fréttir úr snyrtivöru- og tískuheiminum og viðtal við Rúrik Gíslason er einnig að finna í blaðinu, ásamt mikils magns af öðru efni.Tímaritið er eitt af vinsælustu lífstílstímaritum fyrir konur í heiminum og verður íslenska útgáfan af Glamour sautjánda erlenda útgáfan af tímaritinu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur fjölmiðill kemur út í íslenskri útgáfu en 365 miðlar gefa tímaritið út í samstarfi við útgáfurisann Condé Nast.Hér er hægt að gerast áskrifandi blaðsins. Glamour Tíska Mest lesið Fullkomið fyrir íslenskt veðurfar Glamour Bella Hadid valin fyrirsæta ársins af tímaritinu GQ Glamour Meryl Streep í Big Little Lies 2 Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Kjólarnir á lokakvöldinu í Cannes Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Amal og Kendall báðar í Versace á Cannes Glamour Föt og fylgihlutir frá Beyonce Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour
Fyrsta tölublað Glamour er komið í verslanir. Fyrstu forsíðuna prýðir sænska ofurfyrirsætan Caroline Winberg í fötum frá JÖR og A Détacher. Meðal þess sem er að finna í blaðinu, sem er 194 blaðsíður að lengd, eru tískuþættir eftir Silju Magg, stór umfjöllun um transfólk, kynlífsdagbók íslensks pars og grein eftir pistlahöfund Glamour, Tyrfing Tyrfingsson. Þá er í blaðinu viðtal við ofurfyrirsætuna Christy Turlington sem birtist fyrst í íslenska Glamour, viðtal við Sólveigu Káradóttur um fatamerkið Galvin, matarkafli, sem Oddný Magnadóttir heldur utan um, ráðleggingar um sambandsleiða frá sálfræðingi Glamour, Hörpu Katrínu Gísladóttur og svo mætti lengi telja. Ferðakafli, 10 áhrifavaldar í lífi Lenu Dunham, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Dóri DNA skiptast á skoðunum, innlit til Indíu Salvarar Menuez og prófíll um FKA Twigs, fréttir úr snyrtivöru- og tískuheiminum og viðtal við Rúrik Gíslason er einnig að finna í blaðinu, ásamt mikils magns af öðru efni.Tímaritið er eitt af vinsælustu lífstílstímaritum fyrir konur í heiminum og verður íslenska útgáfan af Glamour sautjánda erlenda útgáfan af tímaritinu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur fjölmiðill kemur út í íslenskri útgáfu en 365 miðlar gefa tímaritið út í samstarfi við útgáfurisann Condé Nast.Hér er hægt að gerast áskrifandi blaðsins.
Glamour Tíska Mest lesið Fullkomið fyrir íslenskt veðurfar Glamour Bella Hadid valin fyrirsæta ársins af tímaritinu GQ Glamour Meryl Streep í Big Little Lies 2 Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Kjólarnir á lokakvöldinu í Cannes Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Amal og Kendall báðar í Versace á Cannes Glamour Föt og fylgihlutir frá Beyonce Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour