Bílar með slétta tölu í skráningarnúmeri bannaðir í París í gær Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2015 09:53 Lögreglumaður í París skoðar skráningarnúmer bíla. Svo mikil er mengun af bílum í París að yfirvöld þar hafa brugðið á það ráð að banna á víxl bíla með skráningarnúmerum sem enda á sléttum tölum og oddatölum í einn dag í senn. Í gær voru það bílar með skráningarnúmerum sem enda á sléttum tölum sem bannað var að aka um miðborgina. Samhliða banninu var ókeypis að ferðast með almenningssamgöngum í borginni. Tvinnbílum og tvintengibílum er samt leyfilegt að aka um borgin á þessum banndögum. Þetta er ekki í fyrst skipti sem þessari aðferð er beytt, en það gerðist síðast í mars á síðasta ári. Viðurlög við brotum á banninu eru 30 evrur og í fyrra sektaði lögreglan í París 4.000 ökumenn sem hlýttu ekki banninu. Frönsk yfirvöld eru að íhuga annarskonar aðgerðir til að stemma stigu við þeirri miklu mengun sem í borginni verður oft, meðal annars að banna eldri gerðir bíla sem menga meira en nýir og að lækka hámarkshraða allsstaðar niður í 30 km. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Innlent
Svo mikil er mengun af bílum í París að yfirvöld þar hafa brugðið á það ráð að banna á víxl bíla með skráningarnúmerum sem enda á sléttum tölum og oddatölum í einn dag í senn. Í gær voru það bílar með skráningarnúmerum sem enda á sléttum tölum sem bannað var að aka um miðborgina. Samhliða banninu var ókeypis að ferðast með almenningssamgöngum í borginni. Tvinnbílum og tvintengibílum er samt leyfilegt að aka um borgin á þessum banndögum. Þetta er ekki í fyrst skipti sem þessari aðferð er beytt, en það gerðist síðast í mars á síðasta ári. Viðurlög við brotum á banninu eru 30 evrur og í fyrra sektaði lögreglan í París 4.000 ökumenn sem hlýttu ekki banninu. Frönsk yfirvöld eru að íhuga annarskonar aðgerðir til að stemma stigu við þeirri miklu mengun sem í borginni verður oft, meðal annars að banna eldri gerðir bíla sem menga meira en nýir og að lækka hámarkshraða allsstaðar niður í 30 km.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Innlent