Körfubolti

Chicago og Memphis í úrslitakeppnina | Myndbönd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Chicago og Memphis tryggðu sér í nótt öruggt sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með sigrum í sínum leikjum.

Chicago vann New Orleans, 98-86, þar sem Nikola Mirotic skoraði 28 stig, þar af fjórtán í fjórða leikhluta. Pau Gasol var með 27 stig og tólf fráköst.

Charlotte er nú dottið úr áttunda sæti austurdeildarinnar og á fram undan baráttu við Boston, Indiana og Brooklyn um síðasta sætið í úrslitakeppninni.

Memphis, sem er í öðru sæti vesturdeildarinnar, hafði betur gegn New York á útivelli, 103-82.

Zach Randolph var með 23 stig og Marc Gasol 21. Þetta var 50. sigur Memphis í vetur en New York, sem er í neðsta sæti austurdeildarinnar, hefur nú tapað 57 og ellefu af síðustu þrettán leikjum sínum.

Houston vann Indiana, 110-100, þar sem James Harden var með 44 stig, þar af nítján í fjórða leikhluta. Þetta var sjötta tap Indiana í röð.

Þá vann Golden State, sem er með bestan árangur allra liða í deildinni, þægilegan sigur á Washington, 107-76.

Stephen curry var með 24 stig en mestu munaði um varnarleik Golden State í þriðja leikhluta er liðið hélt gestunum í aðeins átta stigum.

Úrslit næturinnar:

Indiana - Houston 100-110

Brooklyn - Boston 91-110

New York - Memphis 82-103

Chicago - Charlotte 98-86

Utah - Minnesota 104-106

Golden State - Washington 107-76

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×