Hún er mikill stuðningsmaður NFL-liðsins San Francisco 49ers og hennar uppáhaldsleikmaður er leikstjórnandinn Colin Kaepernick.
Anna fékk sér fyrir nokkru tattú með nafni og númeri leikmannsins. Er hún hitti hann svo á dögunum bað hún hann um að árita handlegginn sinn fyrir ofan tattúið.
Næsta eðlilega ákvörðun var svo að sjálfsögðu að hoppa inn á næstu húðflúrstofu og láta húðflúra áritunina á handleggnum. Svona eins og fólk gerir.
Hún Anna fær aðdáendaverðlaun dagsins frá Vísi.
