De Tomaso keypt af svissneskum fjárfestum Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2015 13:56 De Tomaso. Ítalski bílaframleiðandinn De Tomaso hefur skipt um eigendur en svissneska eignarhaldsfélagið L3 Holdings hefur keypt framleiðandann að fullu. L3 Holdings bauð betur en ítalska félagið Eos Group og hið kínverska Consolidated Ideal TeamVenture, sem einnig kepptust um að eignast De Tomaso. L3 Holdings bauð 2 milljónir evra fyrir De Tomaso og það dugði til að hreppa fyrirtækið, sem reyndar hefur ekki framleitt einn einasta bíl frá því árið 2004. Árið 2009 keypti fyrrum Fiat stjórinn Gian Mario Rossignolo framleiðsluréttinn á De Tomaso bílum og kynnti tilraunajepplinginn De Tomaso Deauville árið 2011. Hann fór þó aldrei í framleiðslu. L3 Holdings er félag tengt Genii Capital sem er með heimilisfesti í Lúxembúrg, en það félag rekur Formúlu 1 lið Lotus og varð einnig frægt fyrir að hafa reynt að taka yfir Saab árið 2010. De Tomaso er með höfuðstöðvar í Modena á Ítalíu og var stofnað af Alejandro De Tomaso árið 1959. De Tomaso er frægast fyrir bílana Vallelunga, Mangusta og Pantera. Á blómatíma fyrirtækisins átti De Tomaso Maserati og mótorhjólaframleiðandann Moto Guzzi. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent
Ítalski bílaframleiðandinn De Tomaso hefur skipt um eigendur en svissneska eignarhaldsfélagið L3 Holdings hefur keypt framleiðandann að fullu. L3 Holdings bauð betur en ítalska félagið Eos Group og hið kínverska Consolidated Ideal TeamVenture, sem einnig kepptust um að eignast De Tomaso. L3 Holdings bauð 2 milljónir evra fyrir De Tomaso og það dugði til að hreppa fyrirtækið, sem reyndar hefur ekki framleitt einn einasta bíl frá því árið 2004. Árið 2009 keypti fyrrum Fiat stjórinn Gian Mario Rossignolo framleiðsluréttinn á De Tomaso bílum og kynnti tilraunajepplinginn De Tomaso Deauville árið 2011. Hann fór þó aldrei í framleiðslu. L3 Holdings er félag tengt Genii Capital sem er með heimilisfesti í Lúxembúrg, en það félag rekur Formúlu 1 lið Lotus og varð einnig frægt fyrir að hafa reynt að taka yfir Saab árið 2010. De Tomaso er með höfuðstöðvar í Modena á Ítalíu og var stofnað af Alejandro De Tomaso árið 1959. De Tomaso er frægast fyrir bílana Vallelunga, Mangusta og Pantera. Á blómatíma fyrirtækisins átti De Tomaso Maserati og mótorhjólaframleiðandann Moto Guzzi.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent