Þrjú viðvörunarskilti eru við Kirkjufjöru. Þar kemur fram að sjávarstraumur sé sterkur og öldur ófyrirsjáanlegar. Þá sé jafnframt hætta á grjóthruni úr klettum og eru viðvörunarorðin rituð á fjórum tungumálum.

„Við vorum á útsýnispallinum við fjöruna ásamt fullt af öðru fólki til þess að fylgjast með sólmyrkvanum. Ég leit svo niður og sá túristana og manni varð virkilega brugðið,“ segir Ómar í samtali við Vísi.
„Ég fór niður til þeirra og sá að þau voru skelkuð. Þau voru blaut alveg upp að mitti, einn upp að brjósti. Myndavélin þeirra var blaut og hugsanlega ónýt,“ segir bætir hann við.
Myndbandið sem Ómar tók má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.