Njarðvík vann fyrsta leikinn gegn Stjörnunni, 88-82, í rimmu liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær eftir framlengingu.
Lokasekúndur leiksins voru ævintýralega spennandi, en margir héldu að leik væri sama og lokið þegar Stefan Bonneau kom Njarðvík í 83-79 þegar átta sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Stjarnan þurfti þá að fara tvisvar í sókn til að skora og ekki nægur tími til stefnu.
En Stjörnunni tókst að skora fjögur stig í einni og sömu sókninni. Dagur Kár Jónsson fiskaði snilldarlega villu á Macej Baginski fyrir utan teig og fékk því þrjú vítaskot. Hann hitti úr fyrstu tveimur og minnkaði muninn í 73-71, en brenndi svo viljandi af þriðja vítaskotinu.
Jón Orri Kristjánsson, miðherji Stjörnunnar, var fyrstur til, tók frákastið og kom boltanum ofan í með naumindum um leið og leiktíminn rann út. Lokatölur í venjulegum leiktíma, 73-73, eftir mikla dramatík.
Dómarar leiksins þurftu að tala sig saman um hvort boltinn hefði snert hringinn hjá Degi Kári í síðasta vítaskotinu og þeir voru sammála um að svo hefði verið. Eins og sést í myndbandinu kemur boltinn ekki við hringinn hjá Degi, en sem betur fer fyrir Njarðvíkinga og dómarana unnu heimamenn leikinn í framlengingunni.
Þessar ótrúlegu lokasekúndur má sjá hér að ofan.
Sjáðu Stjörnuna tryggja sér framlengingu gegn Njarðvík á ótrúlegan hátt
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið


Myndir frá endalokum Íslands á EM
Körfubolti

Afturelding marði Hauka í Hafnafirði
Handbolti


„Betra fótboltaliðið tapaði í dag“
Íslenski boltinn

Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru
Enski boltinn



