Beið á meðan aðalkeppinauturinn stóð aftur upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2015 08:00 Sævar Birgisson. Vísir/Ernir Sævar Birgisson varð í gær Íslandsmeistari í sprettgöngu á Skíðamóti Íslands eins og Elsa Guðrún Jónsdóttir en hann mætti líka fá aukaverðlaun fyrir drengskap. Skíðamót Íslands fer fram þessa dagana á Dalvík og Ólafsfirði. Sprettgangan fór fram á Ólafsfirði, en brautin var hringinn í kringum tjörnina í miðbæ Ólafsfjarðar. Hringurinn var um 500 metra langur og gengu konurnar tvo hringa og karlarnir gengu þrjá hringi. Aðstæður voru nokkuð erfiðar en brautin var blaut og þung. Landsliðsmennirnir Sævar Birgisson og Brynjar Leó Kristinsson börðust um gullið í sprettgöngunni og Morgunblaðið segir frá drengilegri framgöngu Sævars í dag. Brynjar Leó var fremstur þegar kom að síðasta hring en datt í síðustu brekkunni sem gaf Sævari tækifærið á að vinna örugglega. „Ég stoppaði og beið eftir honum og svo tókum við endasprett. Ég hafði það ekki í mér að fara bara fram úr honum og í mark. Það er ekkert gaman að vinna þannig," sagði Sævar við Morgunblaðið. Í kvennaflokki sigraði Elsa Guðrún nokkuð sannfærandi, en Jónína Kristjánsdóttir endaði í öðru sætinu. Í þriðja sæti varð Svava Jónsdóttir, en hún er einmitt systir Elsu Guðrúnar. Allar koma þær frá Ólafsfirði.Úrslit í sprettgöngu kvenna: 1. Elsa Guðrún Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:01 2. Jónína Kristjánsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:12 3. Svava Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:31Úrslit í sprettgöngu karla: 1. Sævar Birgisson - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:35 2. Brynjar Leó Kristinsson - Skíðafélag Akureyrar - 04:39 3. Dagur Benediktsson - Skíðafélag Ísafjarðar - 04:58 Íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Sævar Birgisson varð í gær Íslandsmeistari í sprettgöngu á Skíðamóti Íslands eins og Elsa Guðrún Jónsdóttir en hann mætti líka fá aukaverðlaun fyrir drengskap. Skíðamót Íslands fer fram þessa dagana á Dalvík og Ólafsfirði. Sprettgangan fór fram á Ólafsfirði, en brautin var hringinn í kringum tjörnina í miðbæ Ólafsfjarðar. Hringurinn var um 500 metra langur og gengu konurnar tvo hringa og karlarnir gengu þrjá hringi. Aðstæður voru nokkuð erfiðar en brautin var blaut og þung. Landsliðsmennirnir Sævar Birgisson og Brynjar Leó Kristinsson börðust um gullið í sprettgöngunni og Morgunblaðið segir frá drengilegri framgöngu Sævars í dag. Brynjar Leó var fremstur þegar kom að síðasta hring en datt í síðustu brekkunni sem gaf Sævari tækifærið á að vinna örugglega. „Ég stoppaði og beið eftir honum og svo tókum við endasprett. Ég hafði það ekki í mér að fara bara fram úr honum og í mark. Það er ekkert gaman að vinna þannig," sagði Sævar við Morgunblaðið. Í kvennaflokki sigraði Elsa Guðrún nokkuð sannfærandi, en Jónína Kristjánsdóttir endaði í öðru sætinu. Í þriðja sæti varð Svava Jónsdóttir, en hún er einmitt systir Elsu Guðrúnar. Allar koma þær frá Ólafsfirði.Úrslit í sprettgöngu kvenna: 1. Elsa Guðrún Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:01 2. Jónína Kristjánsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:12 3. Svava Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:31Úrslit í sprettgöngu karla: 1. Sævar Birgisson - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:35 2. Brynjar Leó Kristinsson - Skíðafélag Akureyrar - 04:39 3. Dagur Benediktsson - Skíðafélag Ísafjarðar - 04:58
Íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira