Ford menn segja að hugmyndabíllinn sem hér sést sé mjög nálægt framleiðsluútgáfu bílsins, en hann á að koma á markað á næsta ári. Þessi bíll á að marka nýtt útlit Lincoln bíla og gefa tóninn fyrir aðrar gerðir.
Nýi bíllinn er sannkallaður lúxusbíll og innrétting hans mjög íburðarmikil og sérvalið leður prýðir hann. Aðeins er pláss fyrir 2 farþega í aftursætum og ekki ætti að fara ver um þá sem þar sitja en í framsætunum, en stórt borð er á milli sætanna og þá er einnig kampavínskælir innan seilingar.
Lúxusinn í bílnum er þannig að hann á ekki að vera mikill afturbátur Mercedes Benz S-Class. Bíllinn kemur með LED aðalljósum og hann stendur á 21 tommu felgum. Bíllinn mun fást með fleiri en einni vélargerð, en að minnsta kosta verður í boði 3,0 lítra V6 EcoBoost vél úr smiðju Ford.

