Benz borgar starfsfólki í verksmiðjum hæstu launin Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2015 09:12 Í verksmiðju Mercedes Benz í Bandaríkjunum. Þau eru ekki slorleg launin sem verkamenn í samsetningarverksmiðjum Mercedes Benz í Vance í Alabama í Bandaríkjunum fá, eða 65 dollarar á tímann. Það samsvarar um 9.000 kr. á tímann, en í þessari tölu eru kaupaukar, hlunnindi og launatengd gjöld. Þessar tölur koma frá United Auto Workers í Bandaríkjunum. Þar kemur einnig fram að Volkswagen og BMW greiða lægstu launin í bílaverksmiðjum í Bandaríkjunum, eða 38 og 39 dollara á tímann. Það er einnig nokkur munur á laununum sem bandarísku bílaframleiðendurnir borga starfsfólki sínu. General Motors greiðir að meðaltali 58 dollara, eða tæplega 8.000 kr. og Ford kemur skammt á eftir með 57 dollara. Chrysler borgar starfsfólki sínu 48 dollara.Asísku framleiðendurnir greiða lægri laun Af asísku bílaframleiðendunum sem eru með verksmiðjur í Bandaríkjunum greiðir Honda hæstu launin, eða 49 dollara, Toyota 48, Nissan 42 og Kia greiðir minnst, eða 41 dollara. Það er því kannski engin furða að japönsku bílaframleiðendurnir séu að ná árangri í sölu bíla sinna vestanhafs í samanburði við heimaframleiðendurna, þar sem þeir greiða starfsfólki umtalsvert lægri laun, þó þau séu góð engu að síður. Það sem skýrir að miklu hluta þennan mismun á launum sem asísku framleiðendurnir greiða minna en þeir bandarísku er að mun fleiri starfsmenn hjá þeim asísku er með tímabundna ráðningu, en langflestir hjá þeim bandarísku. Laun lausráðinna starfsmanna eru talsvert lægri en hjá þeim fastráðnu. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent
Þau eru ekki slorleg launin sem verkamenn í samsetningarverksmiðjum Mercedes Benz í Vance í Alabama í Bandaríkjunum fá, eða 65 dollarar á tímann. Það samsvarar um 9.000 kr. á tímann, en í þessari tölu eru kaupaukar, hlunnindi og launatengd gjöld. Þessar tölur koma frá United Auto Workers í Bandaríkjunum. Þar kemur einnig fram að Volkswagen og BMW greiða lægstu launin í bílaverksmiðjum í Bandaríkjunum, eða 38 og 39 dollara á tímann. Það er einnig nokkur munur á laununum sem bandarísku bílaframleiðendurnir borga starfsfólki sínu. General Motors greiðir að meðaltali 58 dollara, eða tæplega 8.000 kr. og Ford kemur skammt á eftir með 57 dollara. Chrysler borgar starfsfólki sínu 48 dollara.Asísku framleiðendurnir greiða lægri laun Af asísku bílaframleiðendunum sem eru með verksmiðjur í Bandaríkjunum greiðir Honda hæstu launin, eða 49 dollara, Toyota 48, Nissan 42 og Kia greiðir minnst, eða 41 dollara. Það er því kannski engin furða að japönsku bílaframleiðendurnir séu að ná árangri í sölu bíla sinna vestanhafs í samanburði við heimaframleiðendurna, þar sem þeir greiða starfsfólki umtalsvert lægri laun, þó þau séu góð engu að síður. Það sem skýrir að miklu hluta þennan mismun á launum sem asísku framleiðendurnir greiða minna en þeir bandarísku er að mun fleiri starfsmenn hjá þeim asísku er með tímabundna ráðningu, en langflestir hjá þeim bandarísku. Laun lausráðinna starfsmanna eru talsvert lægri en hjá þeim fastráðnu.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent