Ólafur: Tel mig eiga jafnmikið erindi í landsliðið og allir aðrir Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 10:15 Ólafur Ólafsson hefur skemmt öllum í Dominos-deildinni í mörg ár. vísir/valli Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, samdi í gær við franska félagið St. Clement sem spilar í D-deildinni í Frakklandi en berst um að komast upp í deildina fyrir ofan. Ólafur hefur spilað allan sinn feril með Grindavík þar sem hann er uppalinn, en hann hlakkar til að flytja til Frakklands. „Ég er aðeins búinn að skoða þetta lið en ekki séð neinar tölur. Ég er búinn að skoða hvar liðið er. Þetta er á frægum ferðamannastað og þarna rétt hjá er fræg sólarströnd,“ segir Ólafur við vísi. Ólafur fær ekkert sumarfrí frekar en aðrir íslenskir körfuboltamenn. Hann ætlar sér að vera í lokahóp íslenska landsliðsins sem fer á EM í Berlín í sumar en þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland spilar á stórmóti í körfubolta. „Undirbúningurinn hefst í kvöld [gærkvöldi],“ segir Ólafur. „Ég er að fara á æfingu með eldri bróður mínum og svo hefjast lyftingaæfingar í þessum mánuði. Ég ætla að undirbúa mig sem best.“ „Ég kann leikkerfið hjá landsliðinu og svo verður bara gaman ef einhverju nýju verður bætt við. Ég ætla bara að mæta til leiks í sem bestu líkamlegu ástandi.“ Ólafur var í hópnum í síðustu undankeppni en samkeppnin verður mun meiri í sumar. Kristófer Acox mætir til leiks úr bandaríska háskólaboltanum sem og Frank Aron Booker. Þá gæti verið að Jakob Örn Sigurðarson gefi aftur kost á sér. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel mig eiga alveg jafnmikinn möguleika og allir aðrir að komast í þeta landslið. Mitt markmið er að fara á EM og vonandi verð ég líka með á Smáþjóðaleikunum,“ segir Ólafur sem er bara spenntur fyrir viðbótunum við hópinn. „Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá litla Frank. Þetta er í fyrsta skipti sem svona ungur bandarískur Íslendingur kemur í landsliðið. Ef hann getur hjálpað okkur er það bara frábært. Svo vitum við allir hvað Kristófer getur. Hann er algjört skrímsli sem er eflaust ekkert auðvelt að eiga við.“ „Svo má ekki gleyma ungu strákunum hérna heima eins og Degi Kár hjá Stjörnunni og Jóni Axel hjá okkur. Það verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar,“ segir Ólafur Ólafsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur spilar í Frakklandi á næstu leiktíð Grindvíkingurinn öflugi á leið til St. Clement í Frakklandi og byrjar að spila með því eftir Evrópumótið. 7. apríl 2015 13:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ Sjá meira
Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, samdi í gær við franska félagið St. Clement sem spilar í D-deildinni í Frakklandi en berst um að komast upp í deildina fyrir ofan. Ólafur hefur spilað allan sinn feril með Grindavík þar sem hann er uppalinn, en hann hlakkar til að flytja til Frakklands. „Ég er aðeins búinn að skoða þetta lið en ekki séð neinar tölur. Ég er búinn að skoða hvar liðið er. Þetta er á frægum ferðamannastað og þarna rétt hjá er fræg sólarströnd,“ segir Ólafur við vísi. Ólafur fær ekkert sumarfrí frekar en aðrir íslenskir körfuboltamenn. Hann ætlar sér að vera í lokahóp íslenska landsliðsins sem fer á EM í Berlín í sumar en þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland spilar á stórmóti í körfubolta. „Undirbúningurinn hefst í kvöld [gærkvöldi],“ segir Ólafur. „Ég er að fara á æfingu með eldri bróður mínum og svo hefjast lyftingaæfingar í þessum mánuði. Ég ætla að undirbúa mig sem best.“ „Ég kann leikkerfið hjá landsliðinu og svo verður bara gaman ef einhverju nýju verður bætt við. Ég ætla bara að mæta til leiks í sem bestu líkamlegu ástandi.“ Ólafur var í hópnum í síðustu undankeppni en samkeppnin verður mun meiri í sumar. Kristófer Acox mætir til leiks úr bandaríska háskólaboltanum sem og Frank Aron Booker. Þá gæti verið að Jakob Örn Sigurðarson gefi aftur kost á sér. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel mig eiga alveg jafnmikinn möguleika og allir aðrir að komast í þeta landslið. Mitt markmið er að fara á EM og vonandi verð ég líka með á Smáþjóðaleikunum,“ segir Ólafur sem er bara spenntur fyrir viðbótunum við hópinn. „Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá litla Frank. Þetta er í fyrsta skipti sem svona ungur bandarískur Íslendingur kemur í landsliðið. Ef hann getur hjálpað okkur er það bara frábært. Svo vitum við allir hvað Kristófer getur. Hann er algjört skrímsli sem er eflaust ekkert auðvelt að eiga við.“ „Svo má ekki gleyma ungu strákunum hérna heima eins og Degi Kár hjá Stjörnunni og Jóni Axel hjá okkur. Það verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar,“ segir Ólafur Ólafsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur spilar í Frakklandi á næstu leiktíð Grindvíkingurinn öflugi á leið til St. Clement í Frakklandi og byrjar að spila með því eftir Evrópumótið. 7. apríl 2015 13:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ Sjá meira
Ólafur spilar í Frakklandi á næstu leiktíð Grindvíkingurinn öflugi á leið til St. Clement í Frakklandi og byrjar að spila með því eftir Evrópumótið. 7. apríl 2015 13:30
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti