Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 22-16 | Krafturinn Valsmegin í síðari hálfleik Anton Ingi Leifsson í Vodafone-höllinni skrifar 7. apríl 2015 20:45 Vísir/Ernir Valsmenn unnu grannaslaginn gegn Fram í átta liða úrslitum Olís-deildar karla, en lokatölur urðu 22-16. Valsmenn eru því komnir í kjörstöðu í einvíginu, en með sigri í Safamýrinni á fimmtudag tryggja þeir sér sæti í undanúrslitunum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Fyrri hálfleikurinn var afar jafn og spennandi, en staðan að honum loknum var 10-9, Valsmönnum í vil. Þeir skiptu yfir í fimmta gír í síðari hálfleik og keyrðu yfir gestina. Lokatölur, eins og áður segir; 22-16. Leikurinn var virkilega jafn í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að skora mörkin og munurinn varð aldrei tvö mörk. Framarar tóku langa sókn í hvert skipti sem þeir fóru í sókn; spiluðu agaðan sóknarleik sem skilaði þó oftar en ekki marki. Kristófer Fannar Guðmundsson var frábær í marki Fram. Hann varði í tvígang hraðaupphlaup frá Frömurum og í tvígang, ef ekki þrígang varði hann tvö skot í sókninni. Stephen Nielsen var einnig góður í marki Vals, en sóknarleikurinn vék fyrir góðum varnarleik og markvörslu í fyrri hálfleik. Valsmenn hafa oft spilað betur en í fyrri hálfleik í kvöld. Sóknarleikur þeirra var ekki burðugur, en þó verður ekkert tekið af varnarleik Framara sem var ansi öflugur. Staðan var 10-9 fyrir Val í hálfleik, en Finnur Ingi Stefánsson skoraði lokamark fyrri hálfleiks skömmu áður en flautað var til hálfleiks. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og voru tveimur til þremur mörkum yfir. Þeir breyttu svo stöðunni úr 15-13 í 18-13 sér í vil og eftir það var ekki aftur snúið. Þeir sigldu sigrinum nokkuð þægilega heim, en sóknarleikur Valsmanna var betri í síðari hálfleik. Þeir lentu þó í vandræðum síðari hluta seinni hálfleiks, en unnu sig út úr þeim og unnu að lokum. Lokatölur x-x. Framarar lögðu mikið púður í varnarleik sinn sem var agressívur og voru menn farnir að þreytast í þeim síðari. Þeir gerðu því fleiri mistök sem gáfu Valsmönnum færi á fleiri auðveldari sóknum. Þeir hertu svo varnarleikinn aftur síðari hluta seinni hálfleiks, en Ómar Ingi Magnússon kom inn með tvö góð mörk af bekknum hjá Val og setti gestina í erfiða stöðu. Þrátt fyrir að Valsmenn hafi trekk í trekk látið reka sig útaf náðu gestirnir lítið sem ekkert að nýta sér það. Valsvörnin var hreyfanleg og gestirnir náðu ekki að fá nægilega góð færi. Í sóknarleiknum létu Valsmenn svo inná aukamann og gerðu það vel. Vel undirbúnir. Valsmenn geta skotið sér í undanúrslitin með sigri í Safamýrinni á fimmtudag, en það er ljóst að Framarar munu selja sig dýrt. Spennandi leikur framundan.Garðar: Nenni ekki í sumarfrí á fimmtudaginn „Við gáfum ekkert eftir í seinni hálfleiknum, við vorum bara óheppnir og vorum ekki að nýta færin okkar nógu vel," sagði Framarinn Garðar B. Sigurjónsson eftir sex marka tap fyrir Val í kvöld. Valsmenn unnu seinni hálfleikinn með fimm marka mun. „Við vorum ekki alveg nógi beinskeyttir en við börðumst allan leikinn og það er ekki hægt að taka það af okkur," sagði Garðar. „Við létum Stephen Nielsen verja aðeins of mikið í kvöld. Hann tók eitt víti frá mér og svo tók hann líka tvö til þrjú hraðaupphlaup og nokkur dauðafæri. Það hjálpaði þeim en Kristófer var flottur í markinu okkar líka því hann var að verja helling," sagði Garðar. „Ég var ánægðastur með baráttuna og vörnina. Kristófer kemur með vörninni. Það er flott að fá bara 22 mörk á móti okkur á móti liði eins og Val. Við fáum ekkert rosalega mikið á okkur úr hraðaupphlaupum nema aðeins i fyrri hálfleik. Ég er mjög ánægður með vörnina og Kristófer fyrir aftan og svo með baráttuna sem við sýndum," sagði Garðar. „Við gefumst aldrei upp og erum á fullu að berjast allan tímann. Það var mjög gaman að spila þennan leik þótt að það sé ömurlegt að tapa," sagði Garðar. „Það er alveg klárt að við eigum erindi á móti Valsliðinu. Við unnum þá síðast og vorum í hörkuleik á móti þeim núna. Ég held ekki að Valsmenn hugsi ekki til þessa leiks eins og að þetta hafi verið eitthvað auðvelt. Við eigum í fullu tré við þessa Valsmenn og ætlum að sýna það enn frekar á fimmtudaginn," sagði Garðar. „Nú er bara þessi leikur búinn og skiptir vonandi engu máli. Við pælum aðeins í því í kvöld hvað mátti betur fara en það eru litlir punktar. Við förum yfir það á æfingu á morgun og svo mætum við klárir á fimmtudaginn. Það verður gaman," sagði Garðar og hann ætlar ekki í sumarfrí á fimmtudaginn. „Ég nenni því ekki enda alveg hundleiðinlegt. Það er ekki einu sinni sumar því það er enn snjór og viðbjóður. Það er því fínt að vera bara inni að æfa handbolta," sagði Garðar að lokum.Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals.Vísir/ErnirÓskar Bjarni: Þjálfarinn ber ábyrgð á þessu líka „Bæði lið voru að spila frábæra vörn. Markmaðurinn hjá þeim átti stórleik og hann varði og varði. Ég hef ekki einu sinni tölu á því hvað hann varði marga bolta í fyrri hálfleik,” sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, við Vísi í leikslok. „Hann (innsk blm. Kristófer Fannar markm. Fram) varði mikið af dauðafærum, en það voru einnig sóknir hjá okkur þar sem við hefðum mátt vera agressívari. Þeir voru nánast að spila 3/3 vörn á móti okkur og ég var ekki sáttur með sóknarleikinn og hraðaupphlaupin, en varnarleikurinn stórkostlegur.” „Það þarf eitthvað mikið að gerast svo við töpum leik þegar við fáum á okkur 16 mörk. Við erum að spila einum færri bróðurpartinn úr síðari hálfleik, en við leystum þá stöðu einnig mjög vel.” „Mér fannst við vera með leikinn allan tímann. Þrátt fyrir að við værum að benna af, þá var ég rólegur. Úrslitakeppnin er spurning um spennustig og við þurfum að slaka aðeins á og fara aðeins mýkri í allar aðgerðir. Við vorum aðeins of “tens”.” „Ég vil bæta sóknarleikinn fyrir fimmtudaginn, bæði hröðu upphlaupin og upptsilltan sóknarleik. Ég þarf svo einnig að hjálpa þeim við að finna lausnir. Það er nú bara þannig að þjálfarinn ber ábyrgð á þessu líka.” „Framarar stefna á að jafna metin og við stefnum á að fara áfram. Ég er bara spenntur fyrir því að mæta Fram. Að sjálfsögðu stefnum við á að klára þetta, en þetta verður erfitt,” sagði Óskar í leikslok.Orri Freyr: Varstu ekki að meina það? „Við héldum vörninni allan leikinn, en sóknin var svolítið léleg. Eða varstu ekki að meina það?” sagði Orri Freyr Gíslason, varnarbuff Valsara, í leikslok. „Við vorum ekki nægilega góðir sóknarlega, en við vinnum samt. Við keyrum vel til baka og við vinnum. Það er jákvætt.” „Úrslitakeppnin er að byrja og menn voru kannski smá stressaðir. Við slípum þetta fyrir næsta leik og þá verður þetta komið.” „Að fá sextán mörk á sig er mjög fínt, en við þurfum samt að bæta okkur sóknarlega. Við munum ekki alltaf fá á okkur bara sextán mörk. Það er ekki séns.” „Ég var ánægðastur með varnarleikinn og hlaupin til baka. Þau voru alveg æðisleg.” „Við ætlum að klára þetta á fimmtudaginn. Það er ekkert annað í stöðunni. Þá fáum við aðeins lengri pásu og förum léttari inn í helgina,” sagði glaðbeittur Orri Freyr við Vísi í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Valsmenn unnu grannaslaginn gegn Fram í átta liða úrslitum Olís-deildar karla, en lokatölur urðu 22-16. Valsmenn eru því komnir í kjörstöðu í einvíginu, en með sigri í Safamýrinni á fimmtudag tryggja þeir sér sæti í undanúrslitunum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Fyrri hálfleikurinn var afar jafn og spennandi, en staðan að honum loknum var 10-9, Valsmönnum í vil. Þeir skiptu yfir í fimmta gír í síðari hálfleik og keyrðu yfir gestina. Lokatölur, eins og áður segir; 22-16. Leikurinn var virkilega jafn í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að skora mörkin og munurinn varð aldrei tvö mörk. Framarar tóku langa sókn í hvert skipti sem þeir fóru í sókn; spiluðu agaðan sóknarleik sem skilaði þó oftar en ekki marki. Kristófer Fannar Guðmundsson var frábær í marki Fram. Hann varði í tvígang hraðaupphlaup frá Frömurum og í tvígang, ef ekki þrígang varði hann tvö skot í sókninni. Stephen Nielsen var einnig góður í marki Vals, en sóknarleikurinn vék fyrir góðum varnarleik og markvörslu í fyrri hálfleik. Valsmenn hafa oft spilað betur en í fyrri hálfleik í kvöld. Sóknarleikur þeirra var ekki burðugur, en þó verður ekkert tekið af varnarleik Framara sem var ansi öflugur. Staðan var 10-9 fyrir Val í hálfleik, en Finnur Ingi Stefánsson skoraði lokamark fyrri hálfleiks skömmu áður en flautað var til hálfleiks. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og voru tveimur til þremur mörkum yfir. Þeir breyttu svo stöðunni úr 15-13 í 18-13 sér í vil og eftir það var ekki aftur snúið. Þeir sigldu sigrinum nokkuð þægilega heim, en sóknarleikur Valsmanna var betri í síðari hálfleik. Þeir lentu þó í vandræðum síðari hluta seinni hálfleiks, en unnu sig út úr þeim og unnu að lokum. Lokatölur x-x. Framarar lögðu mikið púður í varnarleik sinn sem var agressívur og voru menn farnir að þreytast í þeim síðari. Þeir gerðu því fleiri mistök sem gáfu Valsmönnum færi á fleiri auðveldari sóknum. Þeir hertu svo varnarleikinn aftur síðari hluta seinni hálfleiks, en Ómar Ingi Magnússon kom inn með tvö góð mörk af bekknum hjá Val og setti gestina í erfiða stöðu. Þrátt fyrir að Valsmenn hafi trekk í trekk látið reka sig útaf náðu gestirnir lítið sem ekkert að nýta sér það. Valsvörnin var hreyfanleg og gestirnir náðu ekki að fá nægilega góð færi. Í sóknarleiknum létu Valsmenn svo inná aukamann og gerðu það vel. Vel undirbúnir. Valsmenn geta skotið sér í undanúrslitin með sigri í Safamýrinni á fimmtudag, en það er ljóst að Framarar munu selja sig dýrt. Spennandi leikur framundan.Garðar: Nenni ekki í sumarfrí á fimmtudaginn „Við gáfum ekkert eftir í seinni hálfleiknum, við vorum bara óheppnir og vorum ekki að nýta færin okkar nógu vel," sagði Framarinn Garðar B. Sigurjónsson eftir sex marka tap fyrir Val í kvöld. Valsmenn unnu seinni hálfleikinn með fimm marka mun. „Við vorum ekki alveg nógi beinskeyttir en við börðumst allan leikinn og það er ekki hægt að taka það af okkur," sagði Garðar. „Við létum Stephen Nielsen verja aðeins of mikið í kvöld. Hann tók eitt víti frá mér og svo tók hann líka tvö til þrjú hraðaupphlaup og nokkur dauðafæri. Það hjálpaði þeim en Kristófer var flottur í markinu okkar líka því hann var að verja helling," sagði Garðar. „Ég var ánægðastur með baráttuna og vörnina. Kristófer kemur með vörninni. Það er flott að fá bara 22 mörk á móti okkur á móti liði eins og Val. Við fáum ekkert rosalega mikið á okkur úr hraðaupphlaupum nema aðeins i fyrri hálfleik. Ég er mjög ánægður með vörnina og Kristófer fyrir aftan og svo með baráttuna sem við sýndum," sagði Garðar. „Við gefumst aldrei upp og erum á fullu að berjast allan tímann. Það var mjög gaman að spila þennan leik þótt að það sé ömurlegt að tapa," sagði Garðar. „Það er alveg klárt að við eigum erindi á móti Valsliðinu. Við unnum þá síðast og vorum í hörkuleik á móti þeim núna. Ég held ekki að Valsmenn hugsi ekki til þessa leiks eins og að þetta hafi verið eitthvað auðvelt. Við eigum í fullu tré við þessa Valsmenn og ætlum að sýna það enn frekar á fimmtudaginn," sagði Garðar. „Nú er bara þessi leikur búinn og skiptir vonandi engu máli. Við pælum aðeins í því í kvöld hvað mátti betur fara en það eru litlir punktar. Við förum yfir það á æfingu á morgun og svo mætum við klárir á fimmtudaginn. Það verður gaman," sagði Garðar og hann ætlar ekki í sumarfrí á fimmtudaginn. „Ég nenni því ekki enda alveg hundleiðinlegt. Það er ekki einu sinni sumar því það er enn snjór og viðbjóður. Það er því fínt að vera bara inni að æfa handbolta," sagði Garðar að lokum.Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals.Vísir/ErnirÓskar Bjarni: Þjálfarinn ber ábyrgð á þessu líka „Bæði lið voru að spila frábæra vörn. Markmaðurinn hjá þeim átti stórleik og hann varði og varði. Ég hef ekki einu sinni tölu á því hvað hann varði marga bolta í fyrri hálfleik,” sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, við Vísi í leikslok. „Hann (innsk blm. Kristófer Fannar markm. Fram) varði mikið af dauðafærum, en það voru einnig sóknir hjá okkur þar sem við hefðum mátt vera agressívari. Þeir voru nánast að spila 3/3 vörn á móti okkur og ég var ekki sáttur með sóknarleikinn og hraðaupphlaupin, en varnarleikurinn stórkostlegur.” „Það þarf eitthvað mikið að gerast svo við töpum leik þegar við fáum á okkur 16 mörk. Við erum að spila einum færri bróðurpartinn úr síðari hálfleik, en við leystum þá stöðu einnig mjög vel.” „Mér fannst við vera með leikinn allan tímann. Þrátt fyrir að við værum að benna af, þá var ég rólegur. Úrslitakeppnin er spurning um spennustig og við þurfum að slaka aðeins á og fara aðeins mýkri í allar aðgerðir. Við vorum aðeins of “tens”.” „Ég vil bæta sóknarleikinn fyrir fimmtudaginn, bæði hröðu upphlaupin og upptsilltan sóknarleik. Ég þarf svo einnig að hjálpa þeim við að finna lausnir. Það er nú bara þannig að þjálfarinn ber ábyrgð á þessu líka.” „Framarar stefna á að jafna metin og við stefnum á að fara áfram. Ég er bara spenntur fyrir því að mæta Fram. Að sjálfsögðu stefnum við á að klára þetta, en þetta verður erfitt,” sagði Óskar í leikslok.Orri Freyr: Varstu ekki að meina það? „Við héldum vörninni allan leikinn, en sóknin var svolítið léleg. Eða varstu ekki að meina það?” sagði Orri Freyr Gíslason, varnarbuff Valsara, í leikslok. „Við vorum ekki nægilega góðir sóknarlega, en við vinnum samt. Við keyrum vel til baka og við vinnum. Það er jákvætt.” „Úrslitakeppnin er að byrja og menn voru kannski smá stressaðir. Við slípum þetta fyrir næsta leik og þá verður þetta komið.” „Að fá sextán mörk á sig er mjög fínt, en við þurfum samt að bæta okkur sóknarlega. Við munum ekki alltaf fá á okkur bara sextán mörk. Það er ekki séns.” „Ég var ánægðastur með varnarleikinn og hlaupin til baka. Þau voru alveg æðisleg.” „Við ætlum að klára þetta á fimmtudaginn. Það er ekkert annað í stöðunni. Þá fáum við aðeins lengri pásu og förum léttari inn í helgina,” sagði glaðbeittur Orri Freyr við Vísi í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira