Handbolti

Svona var fundur Ís­lands og Dan­merkur í Herning

Sindri Sverrisson skrifar
Ómar Ingi Magnússon og Snorri Steinn Guðjónsson voru léttir í bragði þó að spennan sé mikil fyrir morgundeginum.
Ómar Ingi Magnússon og Snorri Steinn Guðjónsson voru léttir í bragði þó að spennan sé mikil fyrir morgundeginum. vísir/Vilhelm

Íslenska og danska handboltalandsliðið voru með blaðamannafund í Herning í dag, fyrir undanúrslitaleikinn á EM annað kvöld. Vísir var með beint streymi frá fundinum.

Fundurinn fór fram í Boxen í Herning, þar sem undanúrslitin og úrslitin fara fram. Snorri Steinn Guðjónsson og Ómar Ingi Magnússon sátu þar fyrir svörum ásamt Nikolaj Jacobsen og Mads Mensah frá danska landsliðinu.

Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan.

Undanúrslitaleikur Íslands og Danmerkur á morgun hefst klukkan 19:30. Áður mætast Þýskaland og Króatía í fyrri undanúrslitaleiknum, klukkan 16:45. Úrslitaleikurinn og leikurinn um bronsverðlaunin verða svo á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×