Enski boltinn

Inter vill gera Yaya Touré að launahæsta leikmanni Ítalíu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Yaya Touré fær nóg borgað, sama hvar.
Yaya Touré fær nóg borgað, sama hvar. vísir/getty
Enska götublaðið Daily Mirror segist í dag hafa heimildir fyrir því að ítalska liðið Inter sé tilbúið að borga gríðarlegar upphæðir til að fá Yaya Touré, miðjumann Manchester City, í sínar raðir í sumar.

Touré er með samning við City til ársins 2017 og því þarf ítalska liðið að kaupa hann. Takist það fær Touré svo vel borgað það sem eftir lifir ferilsins.

Touré er með 220.000 pund á viku hjá City, en Inter er sagt tilbúið að greiða þessum 31 árs gamla leikmanni 200.000 pund á viku í fimm ár sem í heildina gerir samning upp á 54 milljónir punda eða 74 milljónir evra. Það gerir tíu íslenska milljarða.

Þetta myndi gera Touré auðveldlega að launahæsta leikmanni Seríu A en óvíst er hvernig Inter ætlar að komast framhjá Financial Fair Play-reglunum.

Sagt er að Inter sé tilbúið að láta króatíaska miðjumanninn Mateo Kovacic og slóvenska markvörðinn Samir Handanovic fara svo hægt sé að fá Touré.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×