Benedikt Guðmundsson hefur hætt þjálfun hjá Þór í Þorlákshöfn eftir fimm ára starf hjá félaginu.
Benedikt fór með lið Þórs upp úr 1. deildinni á sínu fyrsta ári með félaginu og fór svo með liðið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn árið 2012 þar sem liðið tapaði fyrir Grindavík.
Hann á langan þjálfaraferil að baki og starfað hjá fjölmörgum íslenskum félögum, sem og þjálfað yngri landslið Íslands.
Þór hafnaði í sjöunda sæti Domino's-deildar karla í vor og tapaði fyrir Tindastóli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, 3-0.
Benedikt hættur hjá Þór
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
