Ný Valhöll byggð fyrir brunabætur Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2015 20:24 Reisa á nýja Valhöll á Þingvöllum og nýja byggingu undir Árnastofnun, samkvæmt tillögu sem ríkisstjórnin vill ná samstöðu um á Alþingi til að minnast eitthundrað ára afmælis fullveldis Íslands eftir þrjú ár. Áformin um að nýta hundrað ára teikningu Guðjóns Samúelssonar fyrir skrifstofubyggingu Alþingis hafa vakið mesta athygli. Tillagan um hvernig þessara merku tímamóta í sögu þjóðarinnar verður minnst snýr hins vegar að fleiri þáttum. „Þarna er líka fjallað um hátíðahöldin sjálf, annarsvegar á Þingvöllum og hins vegar 1. desember í Reykjavík. Og raunar líka bókaútgáfu, að skrifa sögu atburðarásarinnar og fullveldisins,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Forsætisráðherra leggur áherslu á að ná breiðri sátt á Alþingi um það sem gert verður en það sem er efst á blaði er að ljúka byggingu yfir stofnun Árna Magnússonar, sem geymir sjálf handritin, dýrustu djásn íslenskrar sögu, eins og segir í tillögunni. „Ég held að það sé ágætis samstaða um það, að tengja það þessum viðburði,“ segir forsætisráðherra um það að byggja hús yfir Árnastofnun, hús íslenskra fræða. Þá vekur athygli að lagt er til að ný Valhöll verði reist á Þingvöllum en sú gamla brann í eldsvoða fyrir sex árum. „Nú er búið að klára það mál að því leyti að það er búið að greiða ríkinu brunabætur og eðlilegast að þær nýtist þá í einhverskonar sambærilegt hús, sem verði opið almenningi. Þar verði þjónusta fyrir ferðamenn og kannski veitingasala og aðstaða fyrir þjóðgarðsvörð og slíkt. Með því er ekki verið að falla frá öðrum áformum sem hafa verið til skoðunar á Þingvöllum. Það mun þurfa að ráðast í mjög mikla uppbyggingu, til dæmis á Hakinu, óháð þessu. En það er mikilvægt að dreifa álaginu sem víðast um Þingvelli,“ segir forsætisráðherra. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sigmundur telur byggingarnar mikilvægar Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki afgreitt tillögu um byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum, Stofnun Árna Magnússonar og viðbyggingar við þinghúsið. 2. apríl 2015 12:00 Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Ómögulegt að vita hvað Guðjón myndi vilja Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. 2. apríl 2015 20:30 Tillögurnar þarfnast frekari skoðunar Píratar vilja forgangsraða í þágu Landspítalans. 4. apríl 2015 06:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Reisa á nýja Valhöll á Þingvöllum og nýja byggingu undir Árnastofnun, samkvæmt tillögu sem ríkisstjórnin vill ná samstöðu um á Alþingi til að minnast eitthundrað ára afmælis fullveldis Íslands eftir þrjú ár. Áformin um að nýta hundrað ára teikningu Guðjóns Samúelssonar fyrir skrifstofubyggingu Alþingis hafa vakið mesta athygli. Tillagan um hvernig þessara merku tímamóta í sögu þjóðarinnar verður minnst snýr hins vegar að fleiri þáttum. „Þarna er líka fjallað um hátíðahöldin sjálf, annarsvegar á Þingvöllum og hins vegar 1. desember í Reykjavík. Og raunar líka bókaútgáfu, að skrifa sögu atburðarásarinnar og fullveldisins,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Forsætisráðherra leggur áherslu á að ná breiðri sátt á Alþingi um það sem gert verður en það sem er efst á blaði er að ljúka byggingu yfir stofnun Árna Magnússonar, sem geymir sjálf handritin, dýrustu djásn íslenskrar sögu, eins og segir í tillögunni. „Ég held að það sé ágætis samstaða um það, að tengja það þessum viðburði,“ segir forsætisráðherra um það að byggja hús yfir Árnastofnun, hús íslenskra fræða. Þá vekur athygli að lagt er til að ný Valhöll verði reist á Þingvöllum en sú gamla brann í eldsvoða fyrir sex árum. „Nú er búið að klára það mál að því leyti að það er búið að greiða ríkinu brunabætur og eðlilegast að þær nýtist þá í einhverskonar sambærilegt hús, sem verði opið almenningi. Þar verði þjónusta fyrir ferðamenn og kannski veitingasala og aðstaða fyrir þjóðgarðsvörð og slíkt. Með því er ekki verið að falla frá öðrum áformum sem hafa verið til skoðunar á Þingvöllum. Það mun þurfa að ráðast í mjög mikla uppbyggingu, til dæmis á Hakinu, óháð þessu. En það er mikilvægt að dreifa álaginu sem víðast um Þingvelli,“ segir forsætisráðherra.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sigmundur telur byggingarnar mikilvægar Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki afgreitt tillögu um byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum, Stofnun Árna Magnússonar og viðbyggingar við þinghúsið. 2. apríl 2015 12:00 Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Ómögulegt að vita hvað Guðjón myndi vilja Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. 2. apríl 2015 20:30 Tillögurnar þarfnast frekari skoðunar Píratar vilja forgangsraða í þágu Landspítalans. 4. apríl 2015 06:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Sigmundur telur byggingarnar mikilvægar Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki afgreitt tillögu um byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum, Stofnun Árna Magnússonar og viðbyggingar við þinghúsið. 2. apríl 2015 12:00
Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00
Ómögulegt að vita hvað Guðjón myndi vilja Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. 2. apríl 2015 20:30
Tillögurnar þarfnast frekari skoðunar Píratar vilja forgangsraða í þágu Landspítalans. 4. apríl 2015 06:00