Þeir stunda báðir nám við Brooklyn háskólann, en mikil umræða hefur skapast undanfarnar vikur hvort bæði Njarðvík og KR ætli að reyna fá sína menn til að koma heim og spila.
Elvar, sem er uppalinn í Njarðvík, kom heim á dögunum og spilaði tvo leiki á meðan háskólinn var í fríi, en ekki stóð til að hann myndi spila fleiri leiki. Martin spilaði með KR í fyrra þar sem hann er uppalinn og var lykilmaður í liðinu sem varð Íslandsmeistari eftir sigur á Grindavík.
Njarðvík og KR mætast einmitt í undanúrslitum Dominos-deildarinnar, en fyrsti leikur liðanna fer fram í DHL-höllinni í Vesturbænum á mánudag. Fyrsta liðið til að vinna þrjá leiki fer í úrslitaleikinn, en í hinum leiknum mætast Tindastóll og Haukar.
Söfnunin gengur ansi vel, en þegar þetta er skrifað hafa 123 smellt á Favorite takkann. Miklar líkur eru þó á því að um grín sé að ræða, en tístið athyglisverða má sjá hér að neðan.
500 fav og ég og @ElvarFridriks komum heim í undanúrslitin í úrslitakeppninni
— Martin Hermannsson (@hermannsson15) April 3, 2015