Lokaumferðin í Olís-deild karla fór fram í kvöld og því er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni, en úrslitakeppnin hefst á þriðjudaginn.
Fyrir daginn var ljóst að Valur og Framarar myndu mætast, en þessi lið voru í fyrsta og áttunda sæti deildarinnar. Það gat ekki breyst í dag.
Það verður Hafnarfjarðarslagur í átta liða úrslitunum, en þessi lið lentu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. FH-ingar lentu í fjórða sæti og eru því með heimavallarréttinn.
Alla leikina má sjá hér að neðan, en úrslitakeppnin hefst eins og fyrr segir á þriðjudag. Vísir mun fylgjast vel með gangi mála í úrslitakeppninni.
Þessi lið mætast í úrslitakeppninni:
Valur - Fram
Afturelding - ÍBV
ÍR - Akureyri
FH - Haukar
Hafnarfjarðarslagur í átta liða úrslitunum | Sjáðu hverjir mæta hverjum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn


Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn



Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn