Volvo byggir verksmiðju í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2015 09:35 Volvo mun vænatanlega framleiða XC60 bílinn í nýrri verksmiðju sinni í Bandaríkjunum. Volvo hefur tekið ákvörpun um að setja upp samsetningarverksmiðju í Bandaríkjunum en hingað til hafa allir bílar Volvo sem seldir hafa verið þar verið innfluttir. Það hefur reyndar í nokkurn tíma legið í loftinu að Volvo byggi verksmiðju í Bandaríkjunum, en ákvörðun um það var loks tekin í vikunni, fyrr en margir bjuggust við. Það mun kosta Volvo 69 milljarða króna að setja verksmiðjuna upp, en þar getur Volvo smíðað 120.000 bíla á ári. Smíði bíla í verksmiðjunni á að hefjast árið 2018. Þeir bílar sem framleiddir verða þar verða ekki allir seldir í Bandaríkjunum, heldur verður hluti þeirra fluttir annað. Volvo seldi 56.371 bíla í Bandaríkjunum í fyrra og var salan 7,9% minni en árið 2013. Heildarsala Volvo bíla í heiminum í fyrra var 465.866 bílar, svo 12,1% sölunnar var í Bandaríkjunum og hefur Volvo hug á því að auka það hlutfall. Volvo jók heildarsölu bíla sinna í heiminum í fyrra um 8,9%, svo það er brekku að klífa varðandi sölu Volvo bíla í Bandaríkjunum. Ekki er ljóst hvaða bílgerðir verða smíðaðar í næyju verksmiðjunni. Áætlanir Volvo um magn seldra bíla í Bandaríkjunum eru brattar, eða 100.000 bílar strax á næsta ári. Þeir bílar verða þó allir innfluttir. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent
Volvo hefur tekið ákvörpun um að setja upp samsetningarverksmiðju í Bandaríkjunum en hingað til hafa allir bílar Volvo sem seldir hafa verið þar verið innfluttir. Það hefur reyndar í nokkurn tíma legið í loftinu að Volvo byggi verksmiðju í Bandaríkjunum, en ákvörðun um það var loks tekin í vikunni, fyrr en margir bjuggust við. Það mun kosta Volvo 69 milljarða króna að setja verksmiðjuna upp, en þar getur Volvo smíðað 120.000 bíla á ári. Smíði bíla í verksmiðjunni á að hefjast árið 2018. Þeir bílar sem framleiddir verða þar verða ekki allir seldir í Bandaríkjunum, heldur verður hluti þeirra fluttir annað. Volvo seldi 56.371 bíla í Bandaríkjunum í fyrra og var salan 7,9% minni en árið 2013. Heildarsala Volvo bíla í heiminum í fyrra var 465.866 bílar, svo 12,1% sölunnar var í Bandaríkjunum og hefur Volvo hug á því að auka það hlutfall. Volvo jók heildarsölu bíla sinna í heiminum í fyrra um 8,9%, svo það er brekku að klífa varðandi sölu Volvo bíla í Bandaríkjunum. Ekki er ljóst hvaða bílgerðir verða smíðaðar í næyju verksmiðjunni. Áætlanir Volvo um magn seldra bíla í Bandaríkjunum eru brattar, eða 100.000 bílar strax á næsta ári. Þeir bílar verða þó allir innfluttir.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent