Erlent

Grikkir munu klára allt lausafé til að greiða laun í lok mánaðar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, hafnaði fréttunum í yfirlýsingu í dag.
Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, hafnaði fréttunum í yfirlýsingu í dag. Vísir/AP
Grikkir þurfa að nýta allt sitt lausafé til að greiða laun opinberra starfsmanna og lífeyrisskuldbindingar sínar í lok mánaðarins, að því er Reuters hefur eftir starfsmönnum í fjármálaráðuneyti landsins. Samtals er það um tveir milljarðar evra, jafnvirði 293 milljarða króna.

Þetta þýðir að ekkert fé verður eftir til að greiða af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Grikkir eiga að greiða sjóðnum einn milljarð evra, jafnvirði 147 milljarða íslenskra króna, í fyrri hluta maí. Þrátt fyrir þetta segjast grísk stjórnvöld að þau muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart sjóðnum.

Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, hafnaði því þó í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Þar sagði hann að fréttir af slæmri lausafjárstöðu ríkisins ekki réttar. Reuters hefur hins vegar eftir ónafngreindum starfsmanni ráðuneytisins að peningarnir séu þeir síðustu sem ríkið getur notað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×