Yngri drengurinn sem lenti í sjálfheldu í fossi sem rennur af Reykdalsstíflu í Hafnarfirði er vaknaður. Honum hefur verið haldið sofandi í öndunarvél frá því að slysið átti sér stað. Þetta staðfestir fulltrúi Landspítalans í samtali við fréttastofu.
DV greindi fyrst frá málinu síðdegis í dag og hafði eftir ættingja drengsins. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum vaknaði drengurinn í dag og er hann vakandi núna. Hann er kominn úr öndunarvél en hann mun vera mjög veikburða ennþá.
Von er á frekari upplýsingum frá spítalanum og fjölskyldu drengsins.
Eldri bróðir drengsins var endurlífgaður á slysstað samkvæmt upplýsingum fréttastofu en hann var útskrifaður af spítalanum á miðvikudag.
Uppfært klukkan 18:50
Spítalinn hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins en hana má lesa hér fyrir neðan.
Drengur sem verið hefur til meðferðar á Landspítala eftir alvarlegt slys í Hafnarfirði er vaknaður og á hægum batavegi.
Drengurinn verður áfram á gjörgæsludeild við Hringbraut og mun þar fá viðeigandi stuðning og meðferð. Fjölskyldan dvelur þar hjá honum.
Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél

Tengdar fréttir

Drengirnir tveir festust í fossinum
Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega.

Húsmæður sögðu Reykdalsstíflu lífshættulega árið 1970
Hafnarfjarðarbær kannast ekki við kvartanir vegna stíflunnar en skrifað var um það í Vísi fyrir 45 árum.

Öðrum drengnum enn haldið sofandi
Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og mun ræða við vitni í dag.