Cleveland Cavaliers endaði með annan besta árangurinn í Austudeildinni og þrjú lið í Vesturdeildinni voru með betra sigurhlutfall en þrátt fyrir það er Cavaliers-liðið efst á blaði.
Lið Golden State Warriors var með langbesta sigurhlutfallið í vetur og strákarnir hans Steve Kerr eru í öðru sæti listans og því þriðja eru NBA-meistarar San Antonio Spurs sem enduðu tímabilið á ellefu sigrum í síðustu tólf leikjum sínum.
Cleveland Cavaliers mætir Boston Celtics í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, Golden State Warriors spilar við New Orleans Pelicans og San Antonio Spurs mætir Los Angeles Clippers.
Það eru minnstar líkur á því að þrjú lið í úrslitakeppninni vinni titilinn en það eru lið Milwaukee Bucks, Boston Celtics og Brooklyn Nets sem voru í þremur síðustu sætunum inn í úrslitakeppni Austurdeildarinnar.
Likurnar á lið verði NBA-meistari 2015:
Cleveland Cavaliers 9-4
Golden State Warriors 5-2
San Antonio Spurs 4-1
Atlanta Hawks 12-1
Chicago Bulls 14-1
Los Angeles Clippers 14-1
Houston Rockets 14-1
Memphis Grizzlies 25-1
Toronto Raptors 50-1
Portland Trail Blazers 50-1
Dallas Mavericks 60-1
New Orleans Pelicans 100-1
Washington Wizards 60-1
Milwaukee Bucks 200-1
Boston Celtics 200-1
Brooklyn Nets 200-1