Leitarsvæðið að malasísku vélinni MH-370 verður tvöfaldað frá og með maílokum. Leit hefur staðið sleitulaust yfir í um fjórtán mánuði, eða allt frá því að vélin hvarf af ratsjám yfir Indlandshafi hinn 8. mars 2014.
Í yfirlýsingu sem malasísk stjórnvöld sendu frá sér í dag verður svæðið sem leitað verður á stækkað í 120 þúsund ferkílómetra. Hvorki tangur né tetur hefur fundist og er því gert ráð fyrir að leitin muni standa yfir í að minnsta kosti ár í viðbót.
Ættingjar farþeganna fögnuðu þessari ákvörðun mjög, því áður hafði verið tilkynnt að dregið yrði úr leitinni í lok maí 2015.
Tvöfalda leitarsvæðið

Tengdar fréttir

Prófa nýja tækni til að fylgjast með flugvélum
Vonast er til þess með tækninni verði hægt að rekja feril flugvélar á innan við 5 mínútum ef að hún fer út af áætlunarleið sinni.

Munu endurskoða leitina að MH370 í maí
Nærri því ár er liðið frá því að flugvélin frá Malasíu hvarf sporlaust ásamt 239 einstaklingum sem voru um borð.

Ástvinir halda enn í vonina
Ár er liðið frá því malasíska flugvélin MH370 hvarf. Aðstandendur farþega gagnrýna rannsóknarskýrslu um hvarfið. Þeir vona enn að einhverjir séu á lífi.

Staðsetningartæki MH370 rafmagnslaust ári áður en vélin hvarf
Ítarleg skýrsla um hvarf malasísku flugvélarinnar og leitina var birt í dag.