Mengun nýrra bíla minnkaði um 2,6% í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2015 09:42 Þétt bílaumferð í Þýskalandi. Þeir nýju bílar sem seldir voru í fyrra í Evrópu menguðu að meðaltali 123,4 g/km af CO2, en 126,7 g/km árið 2013. Það þýðir að mengunin minnkaði um 2,6% á einu ári. Langtímamarkmið Evrópusambandsins um mengun fyrir árið í ár er 130 g/km, svo bílaframleiðendur hafa náð því og gott betur, en árið 2013 fór meðaltalssmengunin fyrst undir þetta markmið. Markmið Evrópusambandsins fyrir árið 2021 er 95 g/km og þykir mörgum það bratt markmið, en bílaframleiðendur hafa náð öllum settum markmiðum yfirvalda fram að þessu. Nýir bílar menga mismikið og voru mengunarfríustu bílarnir í fyrra keyptir í löndum Hollands, Grikklands og Portúgal í fyrra og bendir það til þess að smekkur fyrir litla bíla sé þar mikill. Hinsvegar voru þeir mest spýjandi keyptir í löndum Eistlands, Lettlands og Búlgaríu. Í baráttunni við mengun er þó ekki allt unnið með meðaltalsminnkun mengunar hvers nýs bíls, því hafa verður í huga að sala nýrra bíla jókst um 6% í Evrópu í fyrra og því vegur aukinn fjöldi bíla upp lækkaða meðalmengun þeirra. Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent
Þeir nýju bílar sem seldir voru í fyrra í Evrópu menguðu að meðaltali 123,4 g/km af CO2, en 126,7 g/km árið 2013. Það þýðir að mengunin minnkaði um 2,6% á einu ári. Langtímamarkmið Evrópusambandsins um mengun fyrir árið í ár er 130 g/km, svo bílaframleiðendur hafa náð því og gott betur, en árið 2013 fór meðaltalssmengunin fyrst undir þetta markmið. Markmið Evrópusambandsins fyrir árið 2021 er 95 g/km og þykir mörgum það bratt markmið, en bílaframleiðendur hafa náð öllum settum markmiðum yfirvalda fram að þessu. Nýir bílar menga mismikið og voru mengunarfríustu bílarnir í fyrra keyptir í löndum Hollands, Grikklands og Portúgal í fyrra og bendir það til þess að smekkur fyrir litla bíla sé þar mikill. Hinsvegar voru þeir mest spýjandi keyptir í löndum Eistlands, Lettlands og Búlgaríu. Í baráttunni við mengun er þó ekki allt unnið með meðaltalsminnkun mengunar hvers nýs bíls, því hafa verður í huga að sala nýrra bíla jókst um 6% í Evrópu í fyrra og því vegur aukinn fjöldi bíla upp lækkaða meðalmengun þeirra.
Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent