Luis Suarez: Ég varð bara að klobba David Luiz Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2015 08:00 Luis Suarez fagnar öðru mark sinna í gær og David Luiz er svekktur fyrir aftan hann. Vísir/Getty Luis Suarez skoraði tvö mörk fyrir Barcelona í gærkvöldi þegar liðið vann 3-1 útisigur á Paris Saint-Germain í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar. Luis Suarez skoraði annað og þriðja mark Börsunga í leiknum og í bæði skiptin fór hann illa með brasilíska varnarmanninn David Luiz. „Framherji er alltaf að leitast eftir því að skora og þetta gekk tvisvar upp hjá mér," sagði Luis Suarez við BBC. „Ég varð bara að klobba David Luiz því það var ekkert annað fyrir mig í stöðunni," sagði Suarez. Hann hefur spilað margoft á móti David Luiz áður enda mættust þeir í ensku úrvalsdeildinni þegar Suarez var með Liverpool og David Luiz spilaði með Chelsea. Luis Suarez hefur nú skorað 17 mörk fyrir Barcelona á tímabilinu þar af 11 mörk í síðustu 11 leikjum sínum. Það er hægt að sjá þessi skemmtilegu mörk Luis Suarez hér fyrir neðan. Í fyrra markinu fékk Úrúgvæmaðurinn boltann út á kanti og byrjaði á því að klobba David Luiz um leið og hann stakk sér inn í teiginn. Suarez stóð síðan Maxwell af sér áður en hann skoraði. Í seinna markinu var David Luiz aftur illa staðsettur en núna fyrir framan teiginn. Suarez klobbaði hann um leið og hann stakk sér í gegn áður en hann afgreiddi boltann glæsilega upp í fjærhornið. Luis Suarez skoraði líka tvö mörk á útivelli í sigri Barcelona á Manchester City í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Hann hefur því heldur betur reynst liðinu vel í Meistaradeildinni. Barcelona á seinni leikinn á heimavelli og er í frábærri stöðu eftir sigurinn í gær. „Í fótbolta veist þú aldrei hvað gerist næst. Þeir hafa mikla hæfileika í sínu liði og við verðum að vera vakandi fyrir því að þetta er ekki búið. Seinni leikurinn verður góður leikur," sagði Barcelona-maðurinn kátur í leikslok.Fyrri mark og fyrri klobbi Luis Suarez Seinna mark og seinni klobbi Luis Suarez Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Sjá meira
Luis Suarez skoraði tvö mörk fyrir Barcelona í gærkvöldi þegar liðið vann 3-1 útisigur á Paris Saint-Germain í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar. Luis Suarez skoraði annað og þriðja mark Börsunga í leiknum og í bæði skiptin fór hann illa með brasilíska varnarmanninn David Luiz. „Framherji er alltaf að leitast eftir því að skora og þetta gekk tvisvar upp hjá mér," sagði Luis Suarez við BBC. „Ég varð bara að klobba David Luiz því það var ekkert annað fyrir mig í stöðunni," sagði Suarez. Hann hefur spilað margoft á móti David Luiz áður enda mættust þeir í ensku úrvalsdeildinni þegar Suarez var með Liverpool og David Luiz spilaði með Chelsea. Luis Suarez hefur nú skorað 17 mörk fyrir Barcelona á tímabilinu þar af 11 mörk í síðustu 11 leikjum sínum. Það er hægt að sjá þessi skemmtilegu mörk Luis Suarez hér fyrir neðan. Í fyrra markinu fékk Úrúgvæmaðurinn boltann út á kanti og byrjaði á því að klobba David Luiz um leið og hann stakk sér inn í teiginn. Suarez stóð síðan Maxwell af sér áður en hann skoraði. Í seinna markinu var David Luiz aftur illa staðsettur en núna fyrir framan teiginn. Suarez klobbaði hann um leið og hann stakk sér í gegn áður en hann afgreiddi boltann glæsilega upp í fjærhornið. Luis Suarez skoraði líka tvö mörk á útivelli í sigri Barcelona á Manchester City í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Hann hefur því heldur betur reynst liðinu vel í Meistaradeildinni. Barcelona á seinni leikinn á heimavelli og er í frábærri stöðu eftir sigurinn í gær. „Í fótbolta veist þú aldrei hvað gerist næst. Þeir hafa mikla hæfileika í sínu liði og við verðum að vera vakandi fyrir því að þetta er ekki búið. Seinni leikurinn verður góður leikur," sagði Barcelona-maðurinn kátur í leikslok.Fyrri mark og fyrri klobbi Luis Suarez Seinna mark og seinni klobbi Luis Suarez
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Sjá meira