Staðan er 2-1 fyrir Tindastóli, en Stólarnir unnu fyrstu tvo leiki liðanna áður en Haukarnir svöruðu fyrir sig með frábærri frammistöðu á Króknum á mánudagskvöldið.
Haukar vilja gera allt hvað þeir geta til að jafna metin í kvöld og tryggja sér oddaleik að Ásvöllum á föstudagskvöldið í Skagafirðinum.
Því hafa einhverjir stuðningsmenn Hauka stofnað Facebook-hóp þar sem skorað er á stórsöngvarann Pál Rósinkranz að mæta í Schenker-höllina í kvöld og syngja Haukalagið Lítill fugl.
Páll syngur tvö helstu Haukalögin sem fá að óma á hverjum einasta leik Hauka, en nú vilja menn fá Pál á Ásvelli og syngja á staðnum.
Það kemur svo væntanlega bara í ljós í kvöld hvort hann taki áskoruninni.