NBA: Westbrook fékk að spila og OKC er enn á lífi | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2015 07:00 Russell Westbrook. Vísir/EPA Barátta New Orleans Pelicans og Oklahoma City Thunder um síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA heldur áfram og það kemur ekki í ljós fyrr en í lokaleik liðanna á miðvikudaginn hvort liðið fær áttunda sætið.Russell Westbrook skoraði 36 stig auk þess að taka 11 fráköst og gefa 7 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder hélt sér á lífi með því að vinna 101-90 sigur á Portland Trail Blazers en tap hefði þýtt að Thunder-liðið kæmist ekki í úrslitakeppnina. Enes Kanter var með 27 stig og 13 fráköst fyrir OKC en Meyers Leonard skoraði mest fyrir Portland eða 24 stig. Russell Westbrook fékk tæknivillu í leiknum á undan sem var hans sextánda á tímabilinu og hefði þýtt leikbann. NBA-deildin ákvað hinsvegar að fella hana niður og því gat Westbrook spilað þennan mikilvæga leik í nótt.Anthony Davis var með 24 stig, 11 fráköst og 6 varin skot þegar New Orleans Pelicans vann 100-88 sigur á Minnesota Timberwolves. Tyreke Evans var með 22 stig og 6 stoðsendingar fyrir Pelicans og Eric Gordon skoraði 22 sitg. Zach LaVine var með 24 stig fyrir Minnesota. Oklahoma City Thunder verður þar með að vinna lokaleikinn sinn á móti Minnesota Timberwolves og treysta á það að meistarar San Antonio Spurs vinni New Orleans Pelicans. Þau úrslit myndu þýða að Thunder kæmist í úrslitakeppnin en New Orleans Pelicans sæti eftir.Nikola Mirotic skoraði 26 stig og Pau Gasol var með 22 stig og 11 fráköst þegar Chicago Bulls vann 113-86 sigur á Brooklyn Nets og tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Derrick Rose var með 13 stig og 7 stoðsendingar á 23 mínútum. Brooklyn Nets datt niður í 9. sætið í Austurdeildinni og þarf núna að vinna síðasta leikinn sinn á miðvikudaginn og treysta jafnframt á það að Indiana Pacers (8. sæti) tapi síðustu tveimur leikjum sínum.LeBron James var með þrennu, 21 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst, þegar Cleveland Cavaliers vann 109-97 sigur á Detroit Pistons. J.R. Smith setti niður átta þriggja stiga körfur og endaði með 28 stig fyrir Cleveland-liðið sem hefur unnuð 33 af 42 leikjum sínum frá 15. janúar. Það er líka mikil spenna í baráttunni um 2. sætið í Vestrinu en bæði Houston Rockets og Los Angeles Clippers unnu leiki sína í nótt. San Antonio Spurs hefur unnið ellefu leiki í röð og öll þessi þrjú lið hafa unnið 55 leiki þegar þau eiga aðeins einn leik eftir.James Harden skoraði 29 stig og Josh Smith var með 16 stig og 11 fráköst þegar Houston Rockets vann 100-90 útisigur á Charlotte Hornets. Jason Terry skoraði 13 stig fyrir Houston og þeir Trevor Ariza og Corey Brewer skoruðu báðir 11 stig.Blake Griffin var með 22 stig og DeAndre Jordan náði tröllatvennu, 20 stig og 21 frákast, þegar Los Angeles Clippers vann 110-103 sigur á Denver Nuggets. Þetta var sjötti sigur Clippers-liðsins í röð. Griffin var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Houston Rockets 90-100 Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 109-97 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 97-107 Atlanta Hawks - New York Knicks 108-112 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 86-113 Miami Heat - Orlando Magic 100-93 Minnesota Timberwolves - New Orleans Pelicans 88-100 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 101-90 Utah Jazz - Dallas Mavericks 109-92 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 102-92 Golden State Warriors - Memphis Grizzlies 111-107 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 110-103Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Barátta New Orleans Pelicans og Oklahoma City Thunder um síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA heldur áfram og það kemur ekki í ljós fyrr en í lokaleik liðanna á miðvikudaginn hvort liðið fær áttunda sætið.Russell Westbrook skoraði 36 stig auk þess að taka 11 fráköst og gefa 7 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder hélt sér á lífi með því að vinna 101-90 sigur á Portland Trail Blazers en tap hefði þýtt að Thunder-liðið kæmist ekki í úrslitakeppnina. Enes Kanter var með 27 stig og 13 fráköst fyrir OKC en Meyers Leonard skoraði mest fyrir Portland eða 24 stig. Russell Westbrook fékk tæknivillu í leiknum á undan sem var hans sextánda á tímabilinu og hefði þýtt leikbann. NBA-deildin ákvað hinsvegar að fella hana niður og því gat Westbrook spilað þennan mikilvæga leik í nótt.Anthony Davis var með 24 stig, 11 fráköst og 6 varin skot þegar New Orleans Pelicans vann 100-88 sigur á Minnesota Timberwolves. Tyreke Evans var með 22 stig og 6 stoðsendingar fyrir Pelicans og Eric Gordon skoraði 22 sitg. Zach LaVine var með 24 stig fyrir Minnesota. Oklahoma City Thunder verður þar með að vinna lokaleikinn sinn á móti Minnesota Timberwolves og treysta á það að meistarar San Antonio Spurs vinni New Orleans Pelicans. Þau úrslit myndu þýða að Thunder kæmist í úrslitakeppnin en New Orleans Pelicans sæti eftir.Nikola Mirotic skoraði 26 stig og Pau Gasol var með 22 stig og 11 fráköst þegar Chicago Bulls vann 113-86 sigur á Brooklyn Nets og tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Derrick Rose var með 13 stig og 7 stoðsendingar á 23 mínútum. Brooklyn Nets datt niður í 9. sætið í Austurdeildinni og þarf núna að vinna síðasta leikinn sinn á miðvikudaginn og treysta jafnframt á það að Indiana Pacers (8. sæti) tapi síðustu tveimur leikjum sínum.LeBron James var með þrennu, 21 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst, þegar Cleveland Cavaliers vann 109-97 sigur á Detroit Pistons. J.R. Smith setti niður átta þriggja stiga körfur og endaði með 28 stig fyrir Cleveland-liðið sem hefur unnuð 33 af 42 leikjum sínum frá 15. janúar. Það er líka mikil spenna í baráttunni um 2. sætið í Vestrinu en bæði Houston Rockets og Los Angeles Clippers unnu leiki sína í nótt. San Antonio Spurs hefur unnið ellefu leiki í röð og öll þessi þrjú lið hafa unnið 55 leiki þegar þau eiga aðeins einn leik eftir.James Harden skoraði 29 stig og Josh Smith var með 16 stig og 11 fráköst þegar Houston Rockets vann 100-90 útisigur á Charlotte Hornets. Jason Terry skoraði 13 stig fyrir Houston og þeir Trevor Ariza og Corey Brewer skoruðu báðir 11 stig.Blake Griffin var með 22 stig og DeAndre Jordan náði tröllatvennu, 20 stig og 21 frákast, þegar Los Angeles Clippers vann 110-103 sigur á Denver Nuggets. Þetta var sjötti sigur Clippers-liðsins í röð. Griffin var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Houston Rockets 90-100 Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 109-97 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 97-107 Atlanta Hawks - New York Knicks 108-112 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 86-113 Miami Heat - Orlando Magic 100-93 Minnesota Timberwolves - New Orleans Pelicans 88-100 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 101-90 Utah Jazz - Dallas Mavericks 109-92 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 102-92 Golden State Warriors - Memphis Grizzlies 111-107 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 110-103Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira