Óþrjótandi eftirspurn eftir jepplingum í Kína Finnur Thorlacius skrifar 13. apríl 2015 11:35 BMW mun frumsýna BMW X5 xDrive 40e útgáfu X5 jeppans á bílasýningunni í Sjanghæ. Sala jeppa og jepplinga í Kína óx um 36% í fyrra og sú aukning sem var í bílasölu þar á síðasta ári skýrist aðallega af þessari aukningu, ekki í sölu fólksbíla. Salan jeppa og jepplinga í ár hefur tekið enn meira stökk og er söluaukningin í Kína 46% á fyrstu þremur mánuðunum. Í fyrra seldust 4 milljónir jeppa og jepplinga í Kína og námu þeir 28% af sölu allra nýrra bíla þar og búist er við því að meira en þriðjungur allra seldra bíla í Kína verði þeirrar gerðar. Það er því ekki nema von að á bílasýningunni í Sjanghæ sem hefst 20. apríl eigi jeppar og jepplingar sviðið. Allir bílaframleiðendur vilja taka þátt í þessu ævintýri og velgengni þeirra flestra veltur að miklu leiti á frammístöðunni í Kína, stærsta bílasölulandi heims. Kínverskir bílaframleiðendur standa sig hvergi eins vel í samkeppninni við erlenda framleiðendur og í smíði jeppa og jepplinga. Eru þeir bílar miklu ódýrari en bílar þekktra japanskra, þýskra, franskra og bandarískra framleiðenda og nokkrir þeirra á innan við 2 milljónir króna og því helmingi ódýrari en t.d. Nissan Qashqai þar. Sem dæmi um hve mikla áherslu þekktir bílaframleiðendur leggja á Kínamarkað þá má nefna að BMW ætlar að framsýna nýja Plug-In útgáfu BMW X5 jeppans á bílasýningunni í Sjanghæ. Sem dæmi um mikilvægi jeppa og jepplinga fyrir bílaframleiðendur má nefna að sala Honda CR-V, Vezel og X-RV nam 40% af allri sölu Honda bíla í Kína í mars. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent
Sala jeppa og jepplinga í Kína óx um 36% í fyrra og sú aukning sem var í bílasölu þar á síðasta ári skýrist aðallega af þessari aukningu, ekki í sölu fólksbíla. Salan jeppa og jepplinga í ár hefur tekið enn meira stökk og er söluaukningin í Kína 46% á fyrstu þremur mánuðunum. Í fyrra seldust 4 milljónir jeppa og jepplinga í Kína og námu þeir 28% af sölu allra nýrra bíla þar og búist er við því að meira en þriðjungur allra seldra bíla í Kína verði þeirrar gerðar. Það er því ekki nema von að á bílasýningunni í Sjanghæ sem hefst 20. apríl eigi jeppar og jepplingar sviðið. Allir bílaframleiðendur vilja taka þátt í þessu ævintýri og velgengni þeirra flestra veltur að miklu leiti á frammístöðunni í Kína, stærsta bílasölulandi heims. Kínverskir bílaframleiðendur standa sig hvergi eins vel í samkeppninni við erlenda framleiðendur og í smíði jeppa og jepplinga. Eru þeir bílar miklu ódýrari en bílar þekktra japanskra, þýskra, franskra og bandarískra framleiðenda og nokkrir þeirra á innan við 2 milljónir króna og því helmingi ódýrari en t.d. Nissan Qashqai þar. Sem dæmi um hve mikla áherslu þekktir bílaframleiðendur leggja á Kínamarkað þá má nefna að BMW ætlar að framsýna nýja Plug-In útgáfu BMW X5 jeppans á bílasýningunni í Sjanghæ. Sem dæmi um mikilvægi jeppa og jepplinga fyrir bílaframleiðendur má nefna að sala Honda CR-V, Vezel og X-RV nam 40% af allri sölu Honda bíla í Kína í mars.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent