Greinagerð frá stjórn Óperunnar: „Kafað var ofan í feril umsækjenda“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2015 14:26 Júlíus Vífill Ingvarsson er fráfarandi formaður stjórnar Óperunnar. Steinunn Birna var ráðin í stöðuna. Vísir/Samsett mynd Stjórn Íslensku óperunnar hefur sent frá sér greinagerð með það að markmiði að skýra hvernig staðið var að ráðningu nýs óperustjóra nú í mánuðinum. Eins og kunngert hefur verið var Steinunn Birna Ragnarsdóttir, fyrrum tónlistarstjóri Hörpu, ráðin í starfið. Það var mikið gagnrýnt í kjölfarið. Sjá einnig: Steinunn Birna nýr óperustjóriÍ greinagerðinni segir að af þeim 16 sem sóttu um stöðuna hafi tveir dregið umsóknir sínar tilbaka. Í henni er farið yfir ráðningarferlið en Capacent sá að mestu leyti um að fara yfir umsóknir og taka viðtöl. Sú sem ráðin var, Steinunn Birna, var sú eina sem kölluð var í viðtal af hálfu stjórnar Óperunnar. Hún var síðan ráðin daginn eftir. Sjá einnig: Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslanEftirfarandi fer sú atvikalýsing sem fram kemur í greinagerð stjórnar Óperunnar. „Formaður stjórnar átti fund með fulltrúa Capacent og fór yfir umsóknirnar. Í framhaldinu var boðað til stjórnarfundar þar sem stjórnin fór yfir allar umsóknir. Ljóst var að allir umsækjendur uppfylltu skilyrði sem tilgreind voru í auglýsingunni. Stjórnin ákvað síðan að boða skyldi alla umsækjendur í viðtöl til Capacent,“ segir í greinagerðinni. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Hér má sjá auglýsinguna um stöðu óperustjóra.„Kafað var ofan í feril umsækjenda“„Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækjendur,“ heldur greinagerðin áfram. „Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðarsýn hvers um sig varðandi óperuna á Íslandi. Spurningar vöknuðu og þess var óskað að einstök atriði yrðu könnuð betur varðandi nokkra umsækjendur. Upplýsingar bárust um þessi atriði og stjórnarmenn fóru í kjölfarið aftur yfir umsóknirnar með hliðsjón af þeim.“Í greinagerðinni segir að í kjölfar yfirferðarinnar hafi verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnarinnar að kalla Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpu, til viðtals. Það hafi verið einróma skoðun allra stjórnarmeðlima að ganga að því loknu til samninga við Steinunni. Hún hefði verið talin hæfust til starfsins að mati stjórnarinnar „þegar litið væri m.a. til menntunar Steinunnar Birnu, stjórnunarreynslu hennar og starfa sem frumkvöðuls ekki síst sem tónlistarstjóri Hörpu,“ samkvæmt greinagerð. Síðan segir: „að öllum öðrum ólöstuðum.“ Stjórn Óperunnar segir í lok skýrslunnar að nokkrir umsækjenda hafi tekið fram að trúnaður væri þeim sérstaklega mikilvægur, auglýsingin hafi gert ráð fyrir trúnaði og að því verði nöfn allra umsækjenda ekki birt.Þá er jafnframt tekið fram að Íslenska Óperan sé stjórnvald og falli því ekki undir stjórnsýslulög. Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Stjórn Íslensku óperunnar hefur sent frá sér greinagerð með það að markmiði að skýra hvernig staðið var að ráðningu nýs óperustjóra nú í mánuðinum. Eins og kunngert hefur verið var Steinunn Birna Ragnarsdóttir, fyrrum tónlistarstjóri Hörpu, ráðin í starfið. Það var mikið gagnrýnt í kjölfarið. Sjá einnig: Steinunn Birna nýr óperustjóriÍ greinagerðinni segir að af þeim 16 sem sóttu um stöðuna hafi tveir dregið umsóknir sínar tilbaka. Í henni er farið yfir ráðningarferlið en Capacent sá að mestu leyti um að fara yfir umsóknir og taka viðtöl. Sú sem ráðin var, Steinunn Birna, var sú eina sem kölluð var í viðtal af hálfu stjórnar Óperunnar. Hún var síðan ráðin daginn eftir. Sjá einnig: Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslanEftirfarandi fer sú atvikalýsing sem fram kemur í greinagerð stjórnar Óperunnar. „Formaður stjórnar átti fund með fulltrúa Capacent og fór yfir umsóknirnar. Í framhaldinu var boðað til stjórnarfundar þar sem stjórnin fór yfir allar umsóknir. Ljóst var að allir umsækjendur uppfylltu skilyrði sem tilgreind voru í auglýsingunni. Stjórnin ákvað síðan að boða skyldi alla umsækjendur í viðtöl til Capacent,“ segir í greinagerðinni. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Hér má sjá auglýsinguna um stöðu óperustjóra.„Kafað var ofan í feril umsækjenda“„Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækjendur,“ heldur greinagerðin áfram. „Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðarsýn hvers um sig varðandi óperuna á Íslandi. Spurningar vöknuðu og þess var óskað að einstök atriði yrðu könnuð betur varðandi nokkra umsækjendur. Upplýsingar bárust um þessi atriði og stjórnarmenn fóru í kjölfarið aftur yfir umsóknirnar með hliðsjón af þeim.“Í greinagerðinni segir að í kjölfar yfirferðarinnar hafi verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnarinnar að kalla Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpu, til viðtals. Það hafi verið einróma skoðun allra stjórnarmeðlima að ganga að því loknu til samninga við Steinunni. Hún hefði verið talin hæfust til starfsins að mati stjórnarinnar „þegar litið væri m.a. til menntunar Steinunnar Birnu, stjórnunarreynslu hennar og starfa sem frumkvöðuls ekki síst sem tónlistarstjóri Hörpu,“ samkvæmt greinagerð. Síðan segir: „að öllum öðrum ólöstuðum.“ Stjórn Óperunnar segir í lok skýrslunnar að nokkrir umsækjenda hafi tekið fram að trúnaður væri þeim sérstaklega mikilvægur, auglýsingin hafi gert ráð fyrir trúnaði og að því verði nöfn allra umsækjenda ekki birt.Þá er jafnframt tekið fram að Íslenska Óperan sé stjórnvald og falli því ekki undir stjórnsýslulög.
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira