Þó er ekki hægt að treysta á að svo verði að eilífu því slíkar flugur fyrirfinnast víða á Norðurlöndum og á Grænlandi.
Ástæða þess að moskótíflugur hafi ekki numið land hér eru veðuraðstæðurnar, þær hafa vissulega borist til landsins enda geta þær lifað í fleiri klukkustundir í hjólskálum flugvéla úr millilanda flugi. Það er talið að þær hafi ekki ná að þrífast hér vegna umhleypinga á voru sem drepur þær á viðkvæmu púpu stigi, meira um það hér.
Hins vegar er það annað, íslendingar ferðast víða og gjarnan þar sem moskítóflugur eru landlægar og geta bit þeirra valdið töluverðum leiðindum með kláða og öðrum óþægindum, svo ekki sé minnst á alvarlegri sjúkdóma, svo sem malaríu og gulu, sem þær geta borið með sér.

Því hafa rannsóknir bent til þess að moskítóflugur laðist sérstaklega að fólki sem er:
- í þyngri kantinum,
- mikið á hreyfingu,
- með táfýlu,
- í dökkum fötum,
- drekkur bjór og / eða
- er ólétt
Þá er gott að muna að það eru til um 2700 afbrigði af moskótóflugum og laðast ólík afbrigði að mismunandi hlutum.
Til að draga úr líkum á biti er gott að forðast saltan mat, vera í ljósum fötum, vera helst inni við ljósaskipti (eða allavega í rólegheitum), ekki sýna bert hold á ökklum og úlnliðum og spreyjaðu DEET eitri frekar á fatnað en berskjaldaða húð.
Kannski er bara best að vera heima á Íslandinu kalda í sumar.