Myndir þú kaupa kínverskan bíl á 30% lægra verði? Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2015 13:36 Ekki ólaglegur jepplingurinn GS4 Crossover frá GAC. Það er óhjákvæmilegt að kínverskir bílar verða brátt seldir á vesturlöndum. Er þá helst spurningin með hvaða hætti kínverskir framleiðendur koma inná þann íhaldssama markað sem bílamarkaðurinn er. Bílarnir þurfa örugglega að vera talsvert ódýrari en bílar þekktra framleiðenda, en hversu miklu ódýrari? Guangzhou Automobile Company (GAC) ætlar að koma með bíla sína á Bandaríkjamarkað árið 2017 og selja þar á 30% lægra verði en sambærilegir bílar frá þekktum bílaframleiðendum. Guangzhou hyggst byrja á sölu GS4 Crossover bílnum og selja hann líklega á 16.250 dollara, eða aðeins 2,2 milljónir króna. Það er ekki hátt verð fyrir jeppling, en hafa verður þó í huga að bílar eru næstum helmingi ódýrari í Bandaríkjunum en hér á landi. Bandaríkjamenn vita væntanlega ekki mikið um gæði bíla Guangzhou, en vafalaust munu margir sýna svo ódýrum bíl áhuga. Vandi Guangzhou er þó ekki einungis fólginn í því hversu óþekktir bílar þeirra eru heldur þarf fyrirtækið að finna sér söluaðila fyrir bíla sína. Guangzhou sýndi GS4 Crossover bíl sinn á Detroit bílasýningunni fyrr á þessu ári og þessi bíll sást í myndinni Transformers 4, svo það er byrjað að hita upp fyrir komu Guangzhou GS4 Crossover bílnum vestanhafs. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent
Það er óhjákvæmilegt að kínverskir bílar verða brátt seldir á vesturlöndum. Er þá helst spurningin með hvaða hætti kínverskir framleiðendur koma inná þann íhaldssama markað sem bílamarkaðurinn er. Bílarnir þurfa örugglega að vera talsvert ódýrari en bílar þekktra framleiðenda, en hversu miklu ódýrari? Guangzhou Automobile Company (GAC) ætlar að koma með bíla sína á Bandaríkjamarkað árið 2017 og selja þar á 30% lægra verði en sambærilegir bílar frá þekktum bílaframleiðendum. Guangzhou hyggst byrja á sölu GS4 Crossover bílnum og selja hann líklega á 16.250 dollara, eða aðeins 2,2 milljónir króna. Það er ekki hátt verð fyrir jeppling, en hafa verður þó í huga að bílar eru næstum helmingi ódýrari í Bandaríkjunum en hér á landi. Bandaríkjamenn vita væntanlega ekki mikið um gæði bíla Guangzhou, en vafalaust munu margir sýna svo ódýrum bíl áhuga. Vandi Guangzhou er þó ekki einungis fólginn í því hversu óþekktir bílar þeirra eru heldur þarf fyrirtækið að finna sér söluaðila fyrir bíla sína. Guangzhou sýndi GS4 Crossover bíl sinn á Detroit bílasýningunni fyrr á þessu ári og þessi bíll sást í myndinni Transformers 4, svo það er byrjað að hita upp fyrir komu Guangzhou GS4 Crossover bílnum vestanhafs.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent