Vice fjölmiðilinn er með andleg heilsu í forgrunni þennan mánuðinn og hefur sankað að sér allskyns pistlum og ráðum frá sérfræðingum.
Þetta eru ótrúlega áhugaverðir pistlar sem svara algengum spurningum sem margir hafa í tengslum við geðræn vandamál.
Hægt er að leita svars við spurningum líkt og:
- Af hverju byrja margar sálrænar raskanir þegar einstaklingar eru um tvítugt?
- Af hverju maður á ekki að leita til internetsins til að greina sjálfan sig
- Af hverju nýbakaðar mæður eiga erfitt með að leita sér aðstoðar við fæðingarþunglyndi
- Af hverju það er algengara að konur séu á lyfjum við geðheilsu en karlar
- Hvernig þú getur aðstoðað manneskju sem þú elskar sem er þunglynd
- Hvernig er að lifa með ofsakvíða
- Hvernig eiturlyf rugla í andlegri heilsu
- Hvaðan árátta og þráhyggja (OCD) kemur?
- Hvernig það er að jafna sig eftir sjálfsvísgtilraun
- Af hverju andleg heilsa hinsegin ungs fólks sé verri en annarra unglinga og hvað sé hægt að gera
Andleg heilsa í brennidepli
